13.3.2009 | 23:48
Stórtíðindi sem láta lítið yfir sér
Það verður að teljast til stórtíðinda að Sviss, Austurríki og Lúxemborg hafi aflétt bankaleynd. Það hefur í mjög langan tíma verið talið með helstu kostum þess að geyma fé í bönkum í þessum löndum að það hefur ekki verið gefnar upplýsingar um eigendur innistæðna.
Nú er bara spurning hvort bankaleynd verði afnumin í þeim hlutum Breska samveldisins þar sem það ríkir enn, eins og á eyjunum í Karabíska hafinu þar sem útrásarvíkingarnir og aðrir þeir sem hafa efnast á undanförnum áratug eru sagðir geyma eignirnar.
Bankaleynd aflétt í Sviss og Lúxemborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég heyrði einmitt um þetta rætt í fréttaauka á BBC síðdegis á næstliðnum degi og hefði bloggað um það, ef annað hefði ekki kallað í mann.
Ætla að bæta við fáeinum atriðum þaðan:
Um tvær trilljónir dollara er að ræða í bankainnistæðum!
Þetta er um 1/3 af öllum leynilegum innistæðum í slíkum skattaskjólum heims.
Bankaatvinnugreinin hefur lengst af notið mikils trausts í Sviss, en nú er traustið hrapað niður í núll til 1 prósent!
Það var áfall fyrir Svisslendinga að heyra, að Liechtensteinar hefðu orðið fyrri til en þeir að aflétta bankaleyndinni – þvílík hneisa var þetta orðin fyrir þá eftir þrýsting Bandaríkjanna o.fl. ríkja.
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 14.3.2009 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.