Halda lífeyrissjóðirnir uppi verðbólgu ?

Úr viðskiptablaðinu 

 

"Lífeyrissjóðirnir þurfa að gera miklar arðsemiskröfur til N1 og geta varla sætt sig við að sterk fjárhagsstaða félagsins verði notuð til að lækka olíuverð. Þetta segir Einar Benediktsson, forstjóri Olís"  sjá  http://www.vb.is/frettir/75392/

 

Það má auðveldlega túlka þessi orð á þann hátt að það sé hagur lífeyrissjóðanna að halda verðinu háu.   Hátt verðlag þýðir að verðtryggð lán hækka og kaupmáttur lækkar.  

Ef þessi túlkun er rétt - þá erum við í vondum málum.  Lífeyrissjóðirnir virðast þá ekki taka tillit til hagsmuna þeirra sem greiða iðgjöld sín til þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Rétt er að benda á að lífeyrissjóðirnir taka engar ákvarðanir um rekstur þessa fyrirtækis né annarra sem þeir eiga hluti í. Þeir eru aðeins "passívir" hluthafar, en taka ekki þátt í daglegum rekstri né ráða eða hafa áhrif á ákvarðanir stjórnenda fyrirtækjanna. Þessar vangaveltur þínar um ábyrgð lífeyrissjóðanna á bensínverði eru því úr lausu lofti gripnar og styðjast ekki við veruleikann.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 23.8.2012 kl. 20:19

2 Smámynd: Björn Bjarnason

Það voru ekki mín orð að lífeyrissjóðirnir gætu ekki sætt sig við lægra olíuverð vegna arðsemiskröfu. Þarna vísa ég í orð Einars Benediktssonar forstjóra Olís í Viðskiptablaðinu.

Framtakssjóður er í eigu lífeyrissjóðanna.

Hann á 45% hlutafjár í N1,49,5% í Promens,100% í Icelandic Group, 79% í Vodafone og 75% í Advania og 19% í Icelandair Group.

Markmið FSI er að ná góðri arðsemi á fjárframlög hluthafa.

FSI er ekki "passivur" hluthafi.

Það er hins vegar hlutverk lífeyrissjóða að hámarka arðsemi þeirra fjármuna sem þeim hefur verið falið að varðveita fyrir lífeyrssjóðsfélaga þannig að þeir geti fengið þær greiðslur úr sjóðunum sem þeim ber að fá. Þetta hlutverk sjóðanna getur því stangast á við núverandi hagsmuni sjóðsfélaganna. Spurningin er þvi hver gætir þeirra hagsmuna?

Verkalýðshreyfingin ætti að gæta þeirra, en ASÍ virðist oft vera upptekið af að gæta hagsmuna lífeyrissjóðanna. Vandinn er að hagsmunir geta stangast á og þá er það er alltaf spurningin um hvaða hagsmunir vega þyngst.

Björn Bjarnason, 23.8.2012 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband