Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

"Einkaframkvæmd" greidd úr ríkissjóði.

Nú er ríkissjóður að byrja að dæla peningum í ein jarðgöng enn. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/08/17/rikid_tryggir_fjarmognun_ganganna/   Fólki er talið í trú um að ekki sé um að ræða framkvæmdir greiddar með skattpeningum fólksins í landinu.  

Fjármögnun ganganna virðist eiga að vera með því að ríkissjóður kaupir skuldabréf af félagi, sem aldrei kemur til með að geta greitt skuldir sínar að fullu.   Skuldir ríkissjóðs eru miklar, en samt telja menn sig vera þess umkomnir að "lána" fjármuni í framkvæmdir, sem ekki munu skila arði.

Það að láta ríkissjóð borga brúsann, þar sem aðrir aðilar fást ekki til að lána til verkstins, er ekkert annað en misnotun á hugtakinu einkaframkvæmd.  Skellurinn verður þó ekki jafn slæmur eins og þegar Hafnarfjarðarbær, fékk einkaframkvæmdir skólabygginga í bænum í hausinn. 

 


mbl.is Útboð vegna Vaðlaheiðarganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband