Skuldabréfin seld með 50% afslætti

Skildi ég það rétt að nýju bankarnir væru að kaupa skuldabréfin vegna íbúðarlánanna með 50% afslætti, eins og kemur fram í greinargerð Framsóknarflokksins?

Ef það er rétt veldur niðurfelling skulda um 20% ekki tapi hjá nýju bönkunum, það er búið að afskrifa það í gömlu bönkunum.

Annars er þetta í raun bara eftirgjöf á vöxtum í flestum tilfellum, þar sem áfallnar verðbætur eða gengishækkun, eru í flestum tilfellum orðnar meira en 20% af stöðu lánanna.  Það væri í raun eingöngu verið að gefa eftir af höfuðstól lána sem veitt voru á árinu 2008.


mbl.is Leggja til 20% niðurfellingu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er það sem ég hef verið að benda á.  Kaupþing ætlar að afskrifa 67% af öllum innlendum útlánum og Landsbankinn eitthvað svipað.  Kostnaður þessara banka við að afskrifa 20% er því nákvæmlega enginn.  Það eru erlendir kröfuhafar sem eru að borga brúsann.

Marinó G. Njálsson, 24.2.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband