Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Úr 33% í 36% skatt fyrir 1 millj kr. í laun á mánuði

Mitt fyrsta verk þegar ég sé tölur settar fram með þessu móti, er að reyna að átta mig á hvað er raunveruleg niðurstaða.Mín niðurstaða er þessi

 

Laun% gr í skatt núna% gr í skatt  með hátekjuskattihækkun
600.00030,2%30,7%0,5%
700.00031,2%32,0%0,9%
800.00031,9%33,7%1,8%
900.00032,5%35,0%2,4%
1.000.00033,0%36,0%3,0%

Svona til fróðleiks má geta þess að hátekjuskattur var síðast álagður á tekjur ársins 2005, þá 2% á tekjur umfram 350.000 á mánuði og var 4% á tekjur umfram sömu fjárhæð á árinu 2004.  Þá hafði Sjálfstæðisflokkur verið við völd í 10 ár.  Hér fyrir neðan er sambærileg tafla fyrir tekjur ársins 2004

 

Laun% gr í skatt 2004% gr 2004 ískatt  með hátekjuskattihækkun
450.00032,5%33,4%0,9%
550.00033,6%35,0%1,5%
650.00034,3%36,2%1,8%
750.00034,9%37,0%2,1%
850.00035,3%37,7%2,4%

Af þessu má sjá að til að ná að greiða sama hlutfall í skatta og gert var 2004 mega skattar að hækka verulega.   Ég  er ekki að mæla hátekjuskatti bót, en bendi á að sjálfstæðismenn vilja ekki síður en aðrir flokkar leggja á slíkan skatt.  Þeir hafa staðið að slíkri skattlagningu og munu gera það aftur.  Pétur Blöndal sagði til dæmis að í umræðu um hækkun á vaxtabótum að þeir tekjuhærri væru aflögufærari en aðrir, þar vildi hann hækka tekjutenginguna.  Tekjutenging á bótum er bara annað form á skattahækkun, sem er þó þeim eiginleika háð að sú skattahækkun gengur til baka þegar menn hætta að fá bæturnar. 

 


mbl.is Tengist ekki endurreisnarhópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sandkassaleikur - eða hvað?

Nú þegar líður að þinglokum og kosningum, hafa sjálfstæðismenn í tvo daga verið allir á mælendaskrá vegna frumvarps um stjórnarskrárbreytingar. 

Ég er sammála þeim að það eru mörg mál sem brýnna er að afgreiða en það hvort auðlindir séu taldar þjóðareign, eins og stjórnin er að lauma inn í breytingar á stjórnarskrá og hnýta saman við tillögur um stjórnlagaþing.   Ég er líka sammála því að það er óskiljanlegt að væntanlegu stjórnlagaþingi skuli ekki vera treyst til að taka ákvörðun um hvort þetta ákvæði eigi heima í stjórnarskrá eða ekki.  Ég get meira að segja verið sammála nafna mínum um að með setningu slíks stjórnlagaþings sé verið að vega enn meir að valdi Alþingis.

Hins vegar tel ég að það breyti engu um afgreiðslu málsins hvort þeir tala um það í einn eða átta daga, afgreiðslan verður sú sama, á meðan sömu menn sitja á þingi.  Þess vegna finnst mér það ámælisvert að tefja afgreiðslu annarra mun brýnni mála með málþófi.  Það má segja að næstu 5 mál á dagskrá þingfundar séu öll mikilvægari en þessar stjórnarskrárbreytingar, þ.e.  breytingar á lögum um tekjuskatt (vaxtabætur), Endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra fyrirtækja, lagafrumvarp um slit fjármálafyrirtækja, frumvarp vegna breytinga á ýmsum lögum um fjármagnsmarkað og heimild til samninga um álver í Helguvík.

Satt best að segja veit ég ekki hvor er verri, ríkisstjórnin sem setur þessar breytingar á stjórnarskrá á dagskrá, án nægilegrar umræðu og samkomulags við alla flokka, eða Sjálfstæðismenn sem eru að tefja störf þingsins.

 


mbl.is Enn fjölmargir á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband