Af hverju afskirfa lánin - gæfi vaxtalækkun ekki betri árangur og sanngjarnari

Nú eru frambjóðendur farnir að bjóða hverjum öðrum betur í afskriftir á lánum vegna íbúðarkaupa.  Þetta á ekki að kosta nema 200 - 800 milljarða kr.  eða hálf til ein og hálf fjárlög ríkisins.

Ef einhverrar sanngirni ætti að gæta, þyrfti að skoða hvað tók hver og einn mikið hlutfall af íbúðarverðinu að láni þegar hann keypti, hvað er hann búinn að borga mikið niður og hvað ætti hann samkvæmt því að skulda mikið.  Með þvi að færa lánin niður í það hlutfall af matsverði fasteignarinnar væri sennilega sanngjarnasta leiðin.  Þannig gæti aðili sem keypti íbúð á 15 millj.kr. fyrir 4 árum, átt í dag íbúð sem metin er á 25 millj.kr.  Segjum að hann hafi tekið lán upp á 10 millj.kr. til 40 ára með jöfnum afborgunum.  Þá er hann búinn að borga 1/10 af nafnverði lánsins, eða 1 millj.kr.  Skuldin ætti þá núna að standa í 9/15 af matsverði íbúðarinnar, eða 15 millj.kr.  Ef lánið er orðið hærra er réttlátt að afskrifa það niður í 15 millj.kr. ef það er lægra þá er spurning hvort það væri ekki á sama hátt réttlátt að hækka það upp í 15 millj.kr.   NEI SVONA GERUM VIÐ EKKI.  Afskriftir lána eru dýrar. 

Hægt væri að lækka greiðslubirgði allra lána á mikið ódýrari, sanngjarnari og sársaukalausari hátt.  Lækka vextina sem um var samið í upphafi.  Þannig hefði 2% lækkun á vöxtum, þau áhrif að mánaðarlegar greiðslur af 20 millj.kr. láni myndu lækka um 20-25 þús kr. eftir því hversu mikið er eftir af lánstímanum ef um jafngreiðslulán er að ræða en 33 þús ef um jafnar afborganir er að ræða.  Áhrifin eru svipuð og að lækka þessi lán um 20% eða 4 millj.kr.  mismunurinn liggur hins vegar í þvi að ef lánin eru færð niður með afskrift, lækka greiðslurnar meira eftir því sem styttra er eftir af lánstímanum, en því er öfugt farið ef vextirnir eru lækkaðir.

Helstu rök fyrir því að lækka vexti frekar en höfuðstól eru

1. að þeir sem eiga lengstu lánin eru oftar þeir sem þurfa á því að halda að lækka greiðslurnar

2. það getur ekki verið eðlilegt að vextir til langs tíma séu hærri en hagvöxtur

3. höfuðstóll og verðbætur lánanna eru ekki skert, einungis tekjur af láninu, og því þarf ekki að greiða neitt úr ríkissjóði

 


mbl.is Vill fella niður 4 milljónir af höfuðstól húsnæðislána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband