Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Byrjað á öfugum enda

Á einhverjum fundi hjá borginni komu málefni Srtætó til umræðu.   Menn höfðu tekið eftir því að margar leiðir keyrðu hver á eftir annarri niður Hverfisgötu, út að Háskóla og svo austur eftir Hringbraut og Miklubraut.  

Þarna sáu menn sér leik á borði, hægt var að slá tvær flugur í einu höggi, bæði minnka rekstrarkostnað og umferð, með því að láta vagnana ganga bara niður á BSI og láta bara einn vagn fara þaðan og upp á Hlemm.

Við þetta missir húsnæðið á Hlemmi tilgang sinn sem endastöð fjölmargra vagna.  Því vaknaði spurningin "Hvað á að gera við Hlemm?"

 

Snillingarnir hjá borginni fundu það út að best væri að breyta honum í matarmarkað.  Hugmyndin þótti svo snjöll að það var ákveðið að drífa í að framkvæma hana.  Þetta var miklu betri hugmynd en það að breyta leiðakerfi vagnanna.  

Aumingjarnir sem nota strætó geta bara verið úti í kuldanum, af því að það eru komin miklu betri not fyrir húsið sem upphaflega var reist til hýsa farþega strætó.

 


mbl.is Hlemmi verður lokað 1. janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband