Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Hvernig datt þeim í hug að hækka lánin?

Hvernig datt þeim í hug að hækka skattana?

Hvernig datt þeim í hug að hækka matinn, bensínið, raforkuna, hitann, strætófargjöld o.s.frv.?

Þeim virðis alla vega ekki detta í hug að afnema verðtrygginguna á lánunum.

 


mbl.is „Hvernig datt ykkur þetta í hug?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er hann á leiðinni suður?

Mjólkurbíll frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, með mjólk frá bændum á Vestfjörðum, er stopp í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp vegna ófærðar á Steingrímsfjarðarheiði.

 

Ef þessi frétt er sett í samhengi við það að börnum í Grunnskólanum á Ísafirði hefur fækkað um 100 vegna fólksfækkunar á svæðinu má sjá áhrif þeirrar byggðarstefnu sem ríkt hefur undanfarna áratugi.

Það er nefnilega búið að draga verulega úr starfsemi mjólkurstöðvarinnar á Ísafirði og flytja vinnsluna suður. Það eru því miður ekki einu störfin. Fjöldi starfa á Vestfjörðum hefur verið fluttur suður eða til útlanda.


mbl.is Kemst ekki suður með mjólkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband