9.11.2008 | 02:18
Eru lífeyrissjóðirnir baggi á verkalýðshreyfingunni?
Gunnar Páll formaður VR var að verja eignir lífeyrissjóðanna þegar hann samþykkti að fella niður ábyrgð stjórnenda Kaupþing á skuldum!
Gylfi formaður ASÍ getur ekki samþykkt að fella niður verðtryggingu vegna þess að þá tapa lífeyrissjóðirnir!
Það má ekki lækka vexti eða laga greiðslubirgði heimilanna vegna þess að þetta bitnar allt á lífeyrissjóðunum. Lífeyrissjóðirnir eru orðnir svo stórir að það er ógerningur fyrir venjulegan mann að átta sig á stærð þeirra.
En ef einungis tekjur þeirra af innborguðum iðgjöldum í sjóðina er skoðað, eru þær meiri en samanlagðar tekjur allra sveitarfélaga í landinu vegna útsvars. Hámark útsvar er 13,05%, iðgjald í almennan lífeyrissjóð er 12% af launum, þar til viðbótar koma 4-6% vegna séreignarsparnaðar.
Í árslok 2007 var heildareign Lífeyrissjóðs verslunarmanna tæpar 270 milljarðar kr. og voru innborguð iðgjöld 15,6 milljarðar og útborganir til lífeyrisþega 4,2 milljarðar. Heildareign lífeyrissjóðanna í heild nam samtals 1.647 milljörðum kr., þetta er fjárhæð sem nemur 5,2 millj. kr. á hver mannsbarn á Íslandi. Þessi eign skiptist á 31 lífeyrissjóð.
Lífeyrissjóðirnir hafa tapað mikið á skuldabréfum til bankanna og hlutabréfaeign í þeim sem samtals var 30% af heildareign um síðustu áramót. Óvíst er hvernig staðan er á erlendum verðbréfum sem námu um 30% af heildareign þeirra vegna gengislækkunar og lækkunar á hlutabréfamörkuðum, auk þess sem margir bankar hafa orðið gjaldþrota. 30% af eigninni eru vegna veðskuldabréfa til einstaklinga, sjóðsfélaga og annarra íbúðabréfa.
Veðlánin hækka og hækka, fólk á stöðugt erfiðara með að standa í skilum með afborganir og vexti. Ef áframhald verður á þessu verða vanskil þeirra við lífeyrissjóðina gífurleg, sem gæti leitt til þess að lánin fást ekki greidd og getur ekki leitt til neins annars en enn frekara taps sjóðanna.
Í stjórnum þessara lífeyrissjóða sitja forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. Almenningur eru þeir aðilar sem forystumenn verkalýðshreyfingarinnar eiga að gæta hagsmuna fyrir. Eins og umræðan er í dag virðist sem þeir meti hagsmuni lífeyrissjóðanna meira en hagsmuni hins almenna launamanns. Almenningur verður að borga fyrir tap sjóðanna. Það eru ekki nema fimm ár síðan lífeyrissjóðirnir voru síðast með neikvæða ávöxtun, eða á árunum 2000-2003. Þá var það vegna hruns á hlutabréfamarkaði hér á landi. Það tap var örugglega ekki hinum almenna launþega að kenna. Það er jafnvel spurning hvort hagsmunir launþega í dag fari saman með framtíðarhagsmunum þeirra sem lífeyrisþega í framtíðinni.
Við skoðun á ársreikningi Lífeyrissjóðs verslunarmanna kemur ýmislegt athyglisver í ljós. Forstjórinn er með tæpar 30 millj.kr. í laun. Stjórnarlaun eru rúmar 10 millj. kr. sem skiptast á 9 stjórnarmenn. Samtals 40 millj.kr. Nokkuð drjúg laun fyrir að skila 1% ávöxtun á sama tíma og veðskuldabréfin báru 5-6% vexti.
Mér er bara spurn hverra hagsmuna eru þeir að gæta og eru þeir að skila svo góðum árangri að það réttlæti þessi ofurlaun?
Í fréttum í dag er búið að fjalla um afskrift skuldabréfa til stjórnenda Kaupþings sem þeir tóku til að fjármagna hlutabréfakaup í bankanum.
Stjórnendur Kaupþings gerðu starfskjarasamninga sína, sem virðast hafa falist í því að fá hlunnindi í því formi að þeir gátu keypt hlutabréf í félaginu gegn skuldabréfi, sem greiða átti til baka með arðgreiðslum af hlutafénu. Ef skuldabréfin hafa hljóðað upp á slíka endurgreiðslu, er ljóst að þegar félagið hætti að greiða arð, væri skuldin töpuð - eða hvað?
- Það sem er athugavert við þetta er að það eru að eiga sér stað leyndar launagreiðslur þar sem stjórnendurnir eru að greiða einungis 10% í skatt, í stað 35%
- Stjórnendum eru veitt lán á mun betri kjörum við endurgreiðslu en nokkrum öðrum eru boðin.
- Lánin eru veitt með lélegra veði en öðrum eru boðin.
Þarna er greinilega verið að greiða mönnum laun, þar sem hlunnfara átti ríkissjóð um hluta af skatttekjunum, sveitarfélög fengju ekkert útsvar, ekkert væri greitt til stéttarfélaga. Eiga þessir menn þá ekki skilið að sitja uppi með skuldina þegar þeir eru greinilega að hlunnfara samfélagið.
Á móti má segja að þetta hafi verið hluti af launakjörum þessarra manna, þannig að það má spyrja sig að því hvort þeir eigi að borga með sér, fyrir að hafa unnið hjá þessum vinnuveitanda, sem plataði þá til að taka skuldabréf til að auka hlutafé.
Ef einhverjum hefði átt að vera ljóst að um áhættufjárfestingu væri að ræða hefðu það verið þessir menn.
29.10.2008 | 16:39
Seðlabankinn að veiða útdauðar tegundir dýra
Sú aðgerð seðlabanka að hækka stýrivexti er réttlætt með því að áhættufjárfestar sem eigi jöklabréf séu líklegri til að halda áfram að gefa út bréf i krónum. Veita viðspyrnu á gjaldeyrismarkaði eins og það er orðað.
Áhættufjárfestar eru eins og útdauð dýrategund, það er alveg sama hvaða agn er notað, þeir koma ekki. Við gætum alveg eins sent út mannskap á geirfulglaveiðar til að veiða í matinn.
Óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008 | 20:51
Ætti IMF að lána ríkinu í ISK?
Ég er búinn að sveiflast fram og til baka með hvað mér eigi að finnast um hækkunina á stýrivöxtunum. Í aðra röndina finnst mér þetta góð aðgerð til að laða að erlent fjármagn. Í hina röndina er mér ómögulegt að skilja hvar þeir áhættufjárfestar sem eiga að gefa út skuldabréf í krónum eiga að finnast, þar sem þeir halda annað hvort að sér höndum eða eru búnir að tapa áhættufénu.
Til að þessi aðgerð hefði raunveruleg áhrif, sýnist mér að IMF ætti að gefa þau skuldabréf sem þeir eru að lána íslenska ríkinu út í ISK, sú aðgerð myndi örugglega styrkja gengið. Áhrifin af slíku væri fljót að skila sér, og ætti að koma í veg fyrir verðbólgu af völdum falls krónunnar. Það væri hægt að greiða lánið út í USD, en endurgreiðslan yrðir i ISK.
Á meðan þeir eru ekki tilbúnir að taka þá áhættu sem því fylgir, er mér spurn hvernig þeir geta ætlast til að aðrir séu tilbúnir að taka hana.
Forvitnilegt að vita hvort það að setja þotuhreyfilinn aftur á fullt virki eins og í fluginu þegar flugvél stollar, þ.e. geti leitt til að ná aftur stjórn á vélinni, eða hvort þetta flýti bara fyrir brotlendingunni og geri hana harðari.
Nú er nauðsynlegt að sá sem situr í flugstjórasætinu viti hvað hann er að gera og nái að rétta vélina af áður en hún skellur niður.
Vaxtahækkun vegna IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008 | 10:01
Stýrivextir 2,1%, umfram verðbólgu
Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2008 | 21:23
Gott framtak sem mætti veita meiri athygli.
Það er gott framtak að kynna íslenska hönnun á sýningum sem þessum. Gaman að sjá að íslendingar eru ekki dauðir úr öllum æðum þrátt fyrir kreppuna. Það er einmitt á sýningum sem þessari sem hægt er að sýna að það býr frjótt afl í hugum fólks hér á hjara veraldar.
Þegar byggja þarf upp verður að setja kraft í grunninn og efla hönnun, vöruþróun og uppfinningar. Það eru verkefni komandi mánaða og ára. Það þarf líka að setja kraft í að markaðssetja þær vörur sem koma úr þeirri þróunarvinnu, á því sviði eigum við mikið af fólki með reynslu.
Þess er óskandi að það skapist viðskiptatækifæri út frá þessari sýningu.
Íslenskir hönnuðir sýna í Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2008 | 18:50
Hengjum bakarann og smiðinn líka - þá erum við örugg - eða hvað?
Það geisar margir sjálfskipaðir dómarar um bloggheima og fella dóma yfir þeim mönnum sem fremst hafa staðið í útrás undanfarinna ára. Þeir eru búnir að ákveða að kreppan sem er að skella á okkur núna, sé nokkrum einstaklingum að kenna.
Aðrir vilja ekki vaða yfir með sömu látum og vilja fá einhversskonar rannsóknarrétt sem skila á niðurstöðu, sem hefur verið köllu hvítbók og aðrir vilja kalla hvítþvottabók. Ég hef ekki hugmynd um hvort sú rannsókn verður með svipuðum hætti og hjá McCarthy þegar hann var að leita að kommúnistum, eða bara eitthað yfirvarp til að segjast hafa leitað en ekkert fundið.
Þegar röð atburða leiðir til þess að eitthvað ástand skapast, þá er alltaf spurningin hver er sekur. Er það sá sem bjó til kortið sem siglt var eftir, af því skerið sem skipið strandaði á var ekki á því, var það skipstjórinn eða farþegarnir sem vildu komast fyrr á áfangastað, eða útgerðarstjórinn sem vildu að þessi leið yrði farin en ekki örugga leiðin sem var þekkt til að hægt væri að þóknast farþegunum?
Í mínum huga er það skipstjóri sem ber ábyrgð á skipinu.
En til að vera örugg, er ekki best að láta kortagerðarmanninn, vélstjórann og útgerðarstjórann taka á sig sökina líka?25.10.2008 | 14:47
Að stýra lónshæð í Hálslóni með vatnsfötu
Í mörg ár hafa margir vitað að reikniformúlan sem seðlabankinn notar er meingölluð. Hún gerir ráð fyrir að hægt sé að nota vexti til að stýra flæði á peningum. Íslenska hagkerfið er bara svo smátt að þetta er eins og að ætla að nota vatnsfötu til að stýra vatnshæð í Hálslóni. Peningaflæðið fór bara um allt aðrar rásir en þær sem Seðlabankinn hafði stjórn á. Seðlabankinn fann þensluna og verðbólguna sem var undirliggjandi, en ruglið á genginu varð þess valdandi að þennslan skilaði sér ekki út í verðlagið fyrr en í mars sl.
Allir voru ánægðir á meðan þetta leiddi til þess að vöruverð á innflutningi var svo hagstætt . Útflytjendur fluttu framleiðsluna einfaldlega til útlanda. Þannig hefur þetta leitt til þess að staðan í dag er verri en hún hefði verið án þessarar stýringar.
Krónan stærsta vandamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 15:43
Eignaupptaka á Vestfjörðum sl. 10 ár
Á sama tíma og íbúðaverð á Vestfjörðum hefur hækkað um 45% hefur vísitalan sem lánin eru bundin við hækkað um 72%. Þannig að rýrnun eignarinnar á Vestfjörðum hefur verið um 2% á ári.
Annars staðar á landinu samsvarar eignamyndunin því að sama fjárhæð hefði verið lögð inn á bók með 4% til 8% vöxtum og verðbótum.
Rúmlega ferfaldur munur á fermetraverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |