Stýrivextir 2,1%, umfram verðbólgu

Þessi aðgerð ætti að vera fljót að stöðva "þensluna", fyrr má nú rota en dauðrota atvinnulífið og fjárhag heimilanna.
mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Hvað veistu um stýrivexti?

Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.

Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.

Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.Það hjálpar öllum.

Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum.

Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.

Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.

Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.

Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: Tori

Þurfum að losna við verðtrygginguna. IMF stjórnar en ekki vanir verðtryggingu.

Tori, 28.10.2008 kl. 10:47

3 Smámynd: Björn Bjarnason

Jonny. Ég veit nógu mikið um vexti að ég gæti skrifað heila bók um þá.

Í fyrsta lagi, þá er ég sammála að stýrivextir þurfa að vera hærri en verðbólgan.

Í öðru lagi, hækkun stýrivaxta er til að draga úr peningamagni í umferð, þ.e. slá á þenslu,  verðbólgan er oft afleiðing af henni.  En verðbólgan núna er þá annað hvort vegna uppsafnaðrar þenslu, eða vegna samdráttarins.

Í þriðja lagi, einfaldasta skýring sem hægt er að finna á því hvað vextir eru, er að þeir séu það verð sem sett er á peninga, til að nota þá í dag, í staðinn fyrir að nota þá í framtíðnni.

Í fjórða lagi, verðbætur eru ekkert annað en vextir, þeir hafa bara þann eiginleika að lánveitandinn lánar þann hluta þeirra til jafn langs tíma og eftirstöðvarnar eru á láninu.  Ef þær væru afnumdar þyrfti lántakandi að borga fjárhæðina strax.  Hver hefur efni á því að fara að borga 400 þús kr. í vexti á næsta gjalddaga af 20 milljón króna láni.

Ég hef þá skoðun að verðtryggingin hafi brenglað verðskyn almennings á því hvað lánin kosta, af því fólk er að gera greinarmun á vöxtum og verðbótum.

Ég gæti haldið lengi áfram, en ætla að láta þetta nægja í bili.

Björn Bjarnason, 28.10.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband