Gott framtak sem mætti veita meiri athygli.

Það er gott framtak að kynna íslenska hönnun á sýningum sem þessum.  Gaman að sjá að íslendingar eru ekki dauðir úr öllum æðum þrátt fyrir kreppuna.  Það er einmitt á sýningum sem þessari sem hægt er að sýna að það býr frjótt afl í hugum fólks hér á hjara veraldar. 

Þegar byggja þarf upp verður að setja kraft í grunninn og efla hönnun, vöruþróun og uppfinningar. Það eru verkefni komandi mánaða og ára.  Það þarf líka að setja kraft í að markaðssetja þær vörur sem koma úr þeirri þróunarvinnu, á því sviði eigum við mikið af fólki með reynslu.

Þess er óskandi að það skapist viðskiptatækifæri út frá þessari sýningu.


mbl.is Íslenskir hönnuðir sýna í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband