.... skil ekki....

Stóð Egill sig vel?

Hvernig gat þetta gerzt?

Víðáttuvitleysa að útrásin sé blekking

Rétti tíminn að afnema eftirlaunaósóma þingmanna

Íslenskur bóndi færði póstkassann -klagar póstinn, því hann fékk engan póst

Loksins fann ég fyrirsögn á blogginu sem ekki tengist því ófremdarástandi sem er á fjármálamörkuðum heimsins og fjallaði ekki um einkalíf viðkomandi bloggara.

Satt best að segja er ég orðinn kolruglaður á að lesa skoðanir alls þessa fólks.  Ég veit ekki hvort þessi kreppa er húskaupendum í Bandaríkjunum að kenna, nokkrum einstaklingum hér á landi sem töldu sig vera að eiga í tryggum viðskiptum en reyndust hafa tekið of mikla áhættu, kerfinu eða bara hreinlega mér.

Ég játa fúslega á mig mína sök í málinu.  Ég tók stórt íbúðarlán þegar ég flutti suður, því ekki átti ég mikið eftir þegar ég var búinn að selja íbúðina mína á Ísafirði.  Þannig kom það sér vel fyrir mig hvað bankarnir voru viljugir að lána til íbúðarkaupa á árunum 2004-2006.  Ég keypti mér líka bíl, auðvitað með láni, svo er ég með kreditkort og yfirdrátt á launareikningnum eins og svo margir.  Með þessari hegður hef ég gerst sekur um að eyða um efni fram.  Verð að borga af íbúðinni langt fram á elliár, ef mér endist þá aldur til þess að borga það upp. 

Lendir skuldin þá á börnunum?  Nei auðvitað ekki, því ég ætla rétt að vona, að þrátt fyrir að íbúðarverð lækki sennilega á næstunni á meðan lánið hækkar, þá muni ég smám saman eingnast eitthvað í henni.  Þetta er langtímafjárfesting fjármögnuð með langtímaláni.   Satt best að segja var mér sama hvort ég keypti þessa íbúð, eða myndi leigja.  Markaðuri fyrir íbúðarhúsnæði var þannig og er sennilega enn, að það var dýrara fyrir mig að taka íbúð á leigu heldur en kaupa.  Fyrir utan það að með því að kaupa var ég kominn í langtímahúsnæði.  Ég man það þegar ég var á leigumarkaðinum fyrir mörgum árum síðan, þá þurfti maður að flytja amk. einu sinni á ári, stundum oftar.

Með þessum íbúðarkaupum skulda ég 300% af árstekjunum. Þó svo ég hafi tekið lánið í krónum með verðbótum, fæ ég ekki betur séð að ég hafi lagt mitt á vogarskálarnar við að auka skuldir þjóðarinnar, þar sem bankinn hefur örugglega fjármagnað það með erlendu láni.    Tilgangurinn var ósköp saklaus, ég vildi bara eiga samastað fyrir mig og mína fjölskyldu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband