Jaðarbyggð í Norður-Atlantshafi

Ísland á mælikvarða heimsins er álíka merkilegt og Suðureyri eða Djúpivogur er í hugum fólks sem býr á Höfuðborgarsvæðinu.  Fólk veit að þessir staðir eru til og eru einhversstaðar úti á landi, þ.e. meira en 100 km frá Reykjavík, en gætu ekki hugsað sér að búa þar. Þetta er eitt þeira atriða sem við verðum að velta fyrir okkur í umræðunni um hvort við viljum vera í Evrópusambandinu.

Nú þegar erum við bundin af ýmsum misgáfulegum tilskipunum.  Eitt dæmi er að vegna Shengen samningsins er ekki lengur heimilt að fljúga frá Ísafirði til Grænlands, en Ísafjörður hafði í mörg ár þjónað þeim sem vildu fara til Austur-Grænlands.  Áður en samningurinn tók gildi hér á landi var algeng sjón á sumrin að sjá flugvélar útbúnar með skíðum til að lenda á jöklinum fljúga frá Ísafirði.  Þetta flug skapaði vinnu við að þjónusta þetta flug og þá sem voru að fara þessa leið.  Nú er það liðin tíð. Vegna Shengen er utanlandsflug eingöngu heimilt frá 4 flugvöllum, Reykjavík, Keflavík, Akureyri og Egilsstöðum.  Þetta hefur valdið flugmönnum lítilla flugvéla sem  ætla frá Evrópu til Ameríku vandræðum, þar sem styst er að fljúga frá Færeyjum á Hornafjörð og frá Ísafirði til Grænlands.

Miðað við reynsluna hér á landi er hægt að setja alls konar tæknilegar hindranir.  Hérna eru líka í gildi tæknilegar hindranir, t.d. fer allur útflutningur á sjó í gegnum 3 hafnir, Reykjvavík, (frá Grundartanga að Straumsvík), Vestmannaeyjar og Eskifjörð.  Þetta ákvæði gerir það að verkum að framleiðsla á vörum til útflutnings er dýrari á öllum öðrum stöðum en þessum þremur, þar sem flytja þarf vöruna með ærnum kostnaði, landleiðina til einhvers þessarra þriggja staða.  Þó gæti verið að fiskafurðir séu undanþegnar þessu ákvæði, en þó held ég að einungis þeir staðir sem Fiskistofa er með starfsstöð bætist við listann um útflutningshafnir.

Svona tæknilegar hindranir hafa ekki verið til að efla byggð utan Reykjavíkur, og leitt til þess að þjónusta sem þar hefur verið hefur lagst af.  Það er eflaust hægt að telja upp fjölda sambærilegra dæma.   Er þetta sú byggðastefna sem við viljum.

Ef við setjum þetta í stærra samhengi, þá tel ég að þetta verði eitt þeirra vandamála sem við komum til með að kljást við ef við göngum í Evrópusambandið.  Það eru margir búnir að fjalla um ávinninginn svo ég ætla ekki að fjalla um hann hér að öðru leiti en því að með fullri aðild getum við haft áhrif á þær reglur sem settar eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband