ESB, frjálst flæði fjármagns - frjáshyggja?

Síðustu vikurnar áður en bankakrísan skall á okkur höfðu verið í gangi miklar umræður um að Ísland ætti að ganga í ESB og taka upp Evru sem gjaldmiðil.  Ég geri mér enga grein fyrir hvaða áhrif það hefði haft í stöðunni í dag ef við hefðum verið orðin fullgildir aðilar að Evrópusambandinu, a.m.k. hefði sú rússibanareið sem krónan er búin að vera á aldrei orðið og þjóðin ekki staðið frammi fyrir gjaldeyrisskorti og óvissu um hvers virði krónan er.

Á móti má líka segja að vegna þeirra samninga sem við höfum gert um frjálst flæði fjármagns við ESB, þá erum við að lenda í því að fjármálafyrirtækin eru búin að bólgna út í öðrum löndum, en ábyrgðin vegna starfseminnar verið skilin eftir hér á landi.  Í þessu liggur einmitt sá vandi sem leiddi til hruns bankanna.  Það mátti helst ekki setja neinar hömlur á hvað þau gerðu, sem er í sjálfu sér í lagi, ef allir geta sætt sig við að þeir tapi á því ef dæmi gengur ekki upp.  En vestrænar þjóðir geta ekki sætt sig við slíkt og því er þessi frjálshyggja rekin með ríkisábyrgð upp að vissu marki.

Að fara hálfa leið í frjálshyggjunni er verra en fara ekki af stað.

En vandi okkar liggur einmitt í því að við vorum skilin eftir með ábyrgðina - þrátt fyrir aðvaranir frá matsfyrirtækjunum, sem merkilegt nokk gáfu hæstu lánshæfiseinkunn þrátt fyrir þá áhættu sem í þessu fólst.  Meira að segja eftir að farið var að grafa undan fjármálastofnunum í Bandaríkjunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé stærra samhengi í þessu öllu.

Ef við semjum við IMF, þá er sjálfstæði Íslands farið og þar með ákvörðunarréttur okkar yfir auðlindunum. Það verður að stöðva þann gerning. Að senda borderline mongólíta í slíkar viðræður er algert sjálfsmorð.  Tökum boði Rússa ef skilyrðin eru ekki of bindandi og vonum svo að þeir afskrifi þær svo er betur árar. 

Það er orðið ansi undarlegt, þegar IMF er farinn að biðla til þjóðar um að fá að lána henni. Þeim díl fylgir yfirtaka efnahagstjórnar hér. Semsagt alger valdataka, manna með annarlega hagsmuni, Bildenbergera og hringborðsriddara Globalistanna, sem hafa það eitt að markmiði að koma öllum helvítins heiminum á eina hendi.

Ég vona að menn átti sig á hvað er í uppsiglingu hér.

Ágæt byrjun, er að lesa "Falið Vald," sem hægt er að nálgast á www.vald.org Lesið síðan um sjóðinn og sérstaklega um skilyrði hans og gagnrýni á hann hér: http://en.wikipedia.org/wiki/International_Monetary_Fund

Þetta heitir Globalismi - One world Goverment og hún er IMF.  Þetta monster er búið að halda vanþróuðum ríkjum í helgreipum fátæktar og skulda í marga áratugi með upptöku auðlinda og arðráni í gegnum ofurvexti og ofurskilyrði. Nú er kominn tími til að fólk hætti að rífa hvert annað á hol hér heima og sjái hið raunverulega samhengi.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Björn Bjarnason

Þetta er góður punktur, en ég held að við séum löngu búin að láta frá okkur ákvörðunarvald i mörgum málaflokkum.  Það gerðum við þegar við gerðum samninginn við ESB um Evrópska efnahagssvæðið.

Tilskipanir ESB eru mjög víða orðnar virkar í okkar samfélagi, t.d. vegna vinnutíma og í umhverfismálum svo einhver dæmi séu tekin.

Björn Bjarnason, 13.10.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband