Hljómar vel.......en hvað svo?

Loksins ætlar ríkisstjórnin að koma á móts við þarfir heimilanna var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las fyrirsögnina.  Þegar lestrinum var haldið áfram kom í ljós að það er ekki ætlunin með rannsókninni að sjá hver þörfin er fyrir aðgerðir, heldur virðist tilgangurinn vera að búa til aðra skýrslu eins og þá sem Seðlabankinn gerði á síðasta ári. Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi 3 júní sl. að tæplega 5.000 heimili séu með neikvæða eiginfjárstöðu upp á 5 milljónir kr. eða meira Túlkun eins og þessi á niðurstöðu skýrslunnar er frjálsleg þar sem skýrslan segir að tæplega 20% heimila hafi verið með neikvæða eiginfjárstöðu.  Hún sagði líka að 74% heimila með fasteignaveðlán verji innan við 30% ráðstöfunartekna sinna til að standa undir fasteignalánum sínum Þetta þýðir að 26% heimila voru komin með greiðslustöðu sem var illviðráðanleg.  Síðan kórónaði hún þetta með því að segja „Þessar nýju upplýsingar frá seðlabankanum sýna hins vegar svart á hvítu að skuldavandi heimilanna er ekki eins skelfilegur og málshefjandi hér í dag [Sigmundur Davíð Gunnlaugsson] og ýmsir aðrir vilja láta í veðri vaka," segir Jóhanna Sigurðardóttir.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar verða sennilega túlkaðar jafn frjálslega og lýst er hér að framan. 7% af fjölskyldum í landinu skulduðu meira en 5 milljónir umfram eignir og horfðu margar þeirra ekki fram á annað en gjaldþrot.  Þetta fannst forsætisráðherra vera góð staða.  26% heimila var í þeirri stöðu að ef þær urðu fyrir jafnvel minniháttar fjárhagslegu áfalli var þeim ómögulegt að fá lánafyrirgreiðslu. Þetta fannst ráðherranum vera að mála skrattann á vegginn að minnast á þessa stöðu.

Síðan þessi skýrsla var unnin hefur kaupmáttur minnkað verulega, skuldir heimilanna hafa vaxið verulega, bæði vegna verðbóta (tæp 9% frá ársbyrjun 2009 eða 14% frá október 2008) og einnig vegna þess að aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga út á það að minnka greiðslubyrgði með því að auka skuldirnar og minnka kaupmáttinn með skattahækkunum.  Stærsta eign fjölskyldunnar, íbúðin, hefur á sama tíma lækkað um 10-15% í verði á sama tíma.  Samkvæmt skýrslunni áttu 60% heimila meira en 5 milljónir kr. í eign umfram skuldir á síðasta ári.  Meðalskuld var 16 milljónir kr, fyrir utan lífeyrissjóðslán, þannig að hún er þá komin í tæpar 18 milljónir í dag.  Það kæmi mér ekki á óvart að hlutfall heimila með neikvæða eiginfjárstöðu hafi vaxið úr 20% í 30%.   Það þykir sennilega vera viðunandi staða.  Hlutfall heimila með óviðunandi greiðslubyrgði hefur sennilega vaxtið að sama skapi.


mbl.is Rannsókn á skuldastöðu heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þeir byrjuðu á að slá skjaldborg um fjármagnseigendur og útrásarvíkingana, núna er búið að afskrifa flest öll kúlulánin og afskrifa yfir 1000 milljarða hjá þeim og kúlulánsþegar komnir í fínar stöður í þessum nýju bönkum. Núna á að snúa sé að almenningi og svo er sagt "því miður þá er ekkert hægt að afskrifa, það myndi setja bankana á hausinn" þessi ríkisstjórn byrjaði a þveröfugum enda.

Sævar Einarsson, 23.3.2010 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband