Þarf líka að rannsaka svigrúm heimila til að taka á sig 30-40% lækkun á verði fasteigna

Eg verð að fagna því að forsætisráðherra skuli vera tilbúin að skoða það svigrúm sem bankarnir hafi til afskrifta.  

"Enda kemur þá í ljós að ekki er svigrúm" er fyrirframgefin niðurstaða.  Best að setja á stofn rannsóknarnefnd sem á að komast að þessari niðurstöðu.  Það er sáraeinfalt.

Megnið af sparnaði almennings liggur í þeim íbúðarhúsnæði sem hann hefur keypt fyrir sig og fjölskyldur sínar.  Í þeirri fjárfestingu liggja oft á tíðum þriggja til 5 ára árslaun fjölskyldunnar.  Þeir eru mun færri sem eiga peningalegar eignir, þ.e. bankainnistæður og skuldabréf.  Þeir sem eru farnir að eignast slíkar eignir eru helst þeir sem eru búnir að borga upp fasteignir sínar og eiga þær skuldlitlar eða skuldlausar.

Stjórnvöld virðast vilja skipta fólki upp í tvo hópa.  Annars vegar eru þeir sem eiga peningalegar eignir, sem ekki má skerða  -  margir hverjir eignuðust sínar fasteignir á kostnað þáverandi sparifjáreigenda, áður en farið var að verðtryggja lán.  Hins vegar þeir sem eiga skuldsettar fasteignir, oftast nær er það ungt fólk með börn sem er að bugast undan skuldunum.  Þetta er fólk er að tapa eignum sínum.  Margir hafa lagt fram ein og jafnvel tvenn árslaun í útborgun vegna íbúðakaupanna sem eru alveg horfin vegna þess að lánin á íbúðinni hafa hækkað - en verð íbúðarinnar minnkað.  Til dæmis ef fólk átti eign upp á 20 millj kr. og skuldaði 18 millj kr. átti það 2 milljónir í nettóeign.  Í dag er íbúðin að verðmæti 17,3 millj en skudin komin í 20,5 millj.  Það skuldar orðið 3,2 millj meira en fengist fyrir íbúðina.  Þetta fólk er búið að tapa 5,2 millj. kr. Mér er óskiljanlegt hvers vegna ekki hefur þurft að verja þennan sparnað. 

Að undanförnu hafa heyrst þær sögur að bankarnir láni ekki út peninga vegna þess að þeir fá hærri vexti með því að leggja þá inn á reikninga hjá Seðlabankanum.   Ef satt er, þá eru bankarnir frekar að leggja áherslu á að taka peninga úr umferð en nota þá til að efla og koma hreyfingu á efnahagsmálin.  Stjórnvöld hafa tekið þá pólitísku ákvörðun að peningalegar eignir megi ekki skerða. 

Ég veit að þeir sem áttu eignir í verðbréfasjóðum bankanna í október 2008 töpuðu 30% af þeirri eign sem þar var.  Ef sú eign var 2 millj. kr. eins og hjá fasteignaeigandanum hér að ofan, ætti hann í dag 1,6 millj. kr. að gefinni þeirri forsendu að verðbréfaeignin hafi farið á reikning sem bara er verðtryggður og ber enga vexti.  Hann hefur því tapað 0,4 millj. kr.  en það er talsvert minna en það sem skuldsett heimili hafa tapað á síðastliðnum 18 mánuðum eða einungis 8% af því tapi sem fasteignaeigandinn varð fyrir.

Af hverju hefur hann ekki svigrúm til að gefa eitthvað eftir af sinni eign - eins og fasteignaeigandinn?


mbl.is Vill greina svigrúm banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Nú er bara stóra spurningin hvort Steingrímur Joð vill ekki setja á einhvern "eignalækkunarskatt" :)

Jón Óskarsson, 23.3.2010 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband