Úr 33% í 36% skatt fyrir 1 millj kr. í laun á mánuði

Mitt fyrsta verk þegar ég sé tölur settar fram með þessu móti, er að reyna að átta mig á hvað er raunveruleg niðurstaða.Mín niðurstaða er þessi

 

Laun% gr í skatt núna% gr í skatt  með hátekjuskattihækkun
600.00030,2%30,7%0,5%
700.00031,2%32,0%0,9%
800.00031,9%33,7%1,8%
900.00032,5%35,0%2,4%
1.000.00033,0%36,0%3,0%

Svona til fróðleiks má geta þess að hátekjuskattur var síðast álagður á tekjur ársins 2005, þá 2% á tekjur umfram 350.000 á mánuði og var 4% á tekjur umfram sömu fjárhæð á árinu 2004.  Þá hafði Sjálfstæðisflokkur verið við völd í 10 ár.  Hér fyrir neðan er sambærileg tafla fyrir tekjur ársins 2004

 

Laun% gr í skatt 2004% gr 2004 ískatt  með hátekjuskattihækkun
450.00032,5%33,4%0,9%
550.00033,6%35,0%1,5%
650.00034,3%36,2%1,8%
750.00034,9%37,0%2,1%
850.00035,3%37,7%2,4%

Af þessu má sjá að til að ná að greiða sama hlutfall í skatta og gert var 2004 mega skattar að hækka verulega.   Ég  er ekki að mæla hátekjuskatti bót, en bendi á að sjálfstæðismenn vilja ekki síður en aðrir flokkar leggja á slíkan skatt.  Þeir hafa staðið að slíkri skattlagningu og munu gera það aftur.  Pétur Blöndal sagði til dæmis að í umræðu um hækkun á vaxtabótum að þeir tekjuhærri væru aflögufærari en aðrir, þar vildi hann hækka tekjutenginguna.  Tekjutenging á bótum er bara annað form á skattahækkun, sem er þó þeim eiginleika háð að sú skattahækkun gengur til baka þegar menn hætta að fá bæturnar. 

 


mbl.is Tengist ekki endurreisnarhópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband