Sandkassaleikur - eða hvað?

Nú þegar líður að þinglokum og kosningum, hafa sjálfstæðismenn í tvo daga verið allir á mælendaskrá vegna frumvarps um stjórnarskrárbreytingar. 

Ég er sammála þeim að það eru mörg mál sem brýnna er að afgreiða en það hvort auðlindir séu taldar þjóðareign, eins og stjórnin er að lauma inn í breytingar á stjórnarskrá og hnýta saman við tillögur um stjórnlagaþing.   Ég er líka sammála því að það er óskiljanlegt að væntanlegu stjórnlagaþingi skuli ekki vera treyst til að taka ákvörðun um hvort þetta ákvæði eigi heima í stjórnarskrá eða ekki.  Ég get meira að segja verið sammála nafna mínum um að með setningu slíks stjórnlagaþings sé verið að vega enn meir að valdi Alþingis.

Hins vegar tel ég að það breyti engu um afgreiðslu málsins hvort þeir tala um það í einn eða átta daga, afgreiðslan verður sú sama, á meðan sömu menn sitja á þingi.  Þess vegna finnst mér það ámælisvert að tefja afgreiðslu annarra mun brýnni mála með málþófi.  Það má segja að næstu 5 mál á dagskrá þingfundar séu öll mikilvægari en þessar stjórnarskrárbreytingar, þ.e.  breytingar á lögum um tekjuskatt (vaxtabætur), Endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra fyrirtækja, lagafrumvarp um slit fjármálafyrirtækja, frumvarp vegna breytinga á ýmsum lögum um fjármagnsmarkað og heimild til samninga um álver í Helguvík.

Satt best að segja veit ég ekki hvor er verri, ríkisstjórnin sem setur þessar breytingar á stjórnarskrá á dagskrá, án nægilegrar umræðu og samkomulags við alla flokka, eða Sjálfstæðismenn sem eru að tefja störf þingsins.

 


mbl.is Enn fjölmargir á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband