Logo geta verið lýsandi

Ég get ekki sagt að ég sé áhugamaður um logo (merki) fyrirtækja, en samt hef ég að gamni mínu fylgst með þróun á einu það er hjá Íslandsbanka.   Eftir sameiningu nokkurra banka í byrjun tiunda áratugs síðustu aldar var haldin samkeppni um logó fyrir hinn nýja banka.  Fyrir valinu varð merki sem var í þremur litum, neðst var lárétt bylgja blá að lit, sem átti að tákna sjóinn.  Upp frá henni kom önnur bylgja á ská, græn að lit sem átti að tákna tengslin við landið, og fyrir ofan var gulur punktur sem átti að tákna sólina, enda björt framtíð hjá þessum nýja banka.

Nokkrum árum seinna sameinaðist Íslandsbanki Fjárfestingabanka Atvinnulífsins (FBA).  Þá varð til banki sem um tíma hét Íslandsbanki FBA. Um svipað leiti var merki bankans breytt, bylgjan sem tákna átti landið var horfin.  Ég sagði þá í gríni að bankinn væri búinn að sigla svo langt út á sjó að þeir sæju ekki lengur til lands.  Þeir hefðu þó sólina til að sigla eftir svo þeir villtust ekki.   Þessi banki hóf mikla útrás, og ætlaði sér að verða alþjóðlegur banki sem opnaði starfsstöðvar í öðrum löndum.  

Nafnið Íslandsbanki þótti ekki nógu gott fyrir bankann svo nafninu var breytt í Glitni.  Logoinu var líka breytt, því nú hvarf sólin. sjórinn var einn eftir og allt var í logandi rauðum lit í kring.  Það þekkja allir hvernig saga þessa góða banka endaði.

Það virðist að merki bankans hafi verið meira lýsandi um starfsemi og stöðu hans en ég gerði mér grein fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Eg bidst afsokunar a ad islenska stafi vantar hja mer.  Er staddur i Pollandi.

  Eg er laerdur grafiskur honnudur og hef fylgst med merki Islandsbanka og Glitnis.  Gallinn vid upphaflegt merki Islandsbanka var ad reynt var ad segja of mikid i einu takni.  Bestu merki heims eru thau allra einfoldustu:  Mercedis Benz,  Toyota... Thar fyrir utan var upphaflegt merki Islandsbanka keimlikt merki griska saedisbankans.  Thad var ekki nogu gott vegna thess ad Islendingar ferdast mikid til Grikklands.

  Glitnir er mjog gott nafn a banka.  Verra er ad stafabilid i merki Glitnis var aldrei lagad.  I merki a ad vera jafn mikid "loft" a milli allra stafa.  Thad er lagad med thvi ad klippa af larettum legg L og/eda lengja bil a milli annarra stafa.

Jens Guð, 16.2.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband