"Pabbi, er komin kreppa?"

Sonur minn spurði mig í gær, "Pabbi, er komin kreppa?"

Hann er orðinn nógu gamall til að hafa lært í skólanum um Heimskreppuna á fjórða áratug síðustu aldar, og var hræddur um að við værum að missa íbúðina og myndum ekki eiga fyrir mat.

Ég sagði honum eins og er, að það væri ekki enn komin kreppan nema í fjármálaheiminum. Ég sagði honum að kreppa væri það ástand þegar fólk gæti gert minna í dag, en það gat leyft sér í gær og því fylgi líka vöruskortur í búðunum.

Fyrstu áþreifanlegu merkin eru þau að fólk geti ekki leyft sér að gera eða kaupa sömu hluti og það hefur leyft sér áður.  Þar sem kreppa einkenndist af skorti á nauðsynjum og að fólk hefur minni pening til að kaupa fyrir.  Við gætum ennþá keypt að mestu það sama og við höfum getað leyft okkur á undanförnu. 

Hann var samt ekki sáttur við skýringar mínar og hræddur um að ef kreppa kæmi myndum við missa heimili og ekki eiga mat.  Þá sagði ég honum að í dag værum við rík þjóð, og það þyrfti miklar breytingar til að kreppan næði svo langt, en í gamla daga vorum við fátæk, og þá þurfti ekki eins mikinn samdrátt til að verða svo fátækur að fólk átti ekki fyrir mat.

Þessar hugleiðingar eru aðallega settar fram vegna þess að þessi mikla umræða er farin að valda ótta hjá öllum.  Samt gerir enginn sér almennilega grein fyrir hvernig ástandið er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband