19.9.2016 | 16:02
Smá samanburður í núverandi kerfi.
Greitt úr lífeyrissjóðir á mánuði, m.v. 100.000 kr. laun á mánuði og að byrjað sé að taka lífeyri 67 ára, eftir aldri þegar byrjað að greiða í lsj. | |||||
Aldur þegar byrjar að gr. í lífe.sj. | LIVE | Lifsverk | LSR | Söfnunarsj. Lífe.rétt. | Gildi |
16 | 92.767 | 113.658 | 92.540 | 87.357 | |
21 | 75.372 | 89.956 | 102.448 | 75.091 | 70.217 |
26 | 61.262 | 72.509 | 91.238 | 60.995 | 51.018 |
31 | 49.542 | 57.910 | 80.028 | 49.352 | 46.054 |
36 | 39.631 | 45.532 | 68.818 | 39.493 | 37.231 |
41 | 31.049 | 34.933 | 57.608 | 30.956 | 29.688 |
46 | 23.478 | 25.831 | 46.398 | 26.329 | 22.999 |
51 | 16.770 | 18.030 | 35.188 | 16.724 | 16.891 |
56 | 10.846 | 11.367 | 23.978 | 10.788 | 11.205 |
61 | 5.594 | 5.694 | 12.768 | 5.538 | 5.875 |
66 | 895 | 897 | 1.558 | 882 | 931 |
Eitt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2015 | 18:19
Byrjað á öfugum enda
Á einhverjum fundi hjá borginni komu málefni Srtætó til umræðu. Menn höfðu tekið eftir því að margar leiðir keyrðu hver á eftir annarri niður Hverfisgötu, út að Háskóla og svo austur eftir Hringbraut og Miklubraut.
Þarna sáu menn sér leik á borði, hægt var að slá tvær flugur í einu höggi, bæði minnka rekstrarkostnað og umferð, með því að láta vagnana ganga bara niður á BSI og láta bara einn vagn fara þaðan og upp á Hlemm.
Við þetta missir húsnæðið á Hlemmi tilgang sinn sem endastöð fjölmargra vagna. Því vaknaði spurningin "Hvað á að gera við Hlemm?"
Snillingarnir hjá borginni fundu það út að best væri að breyta honum í matarmarkað. Hugmyndin þótti svo snjöll að það var ákveðið að drífa í að framkvæma hana. Þetta var miklu betri hugmynd en það að breyta leiðakerfi vagnanna.
Aumingjarnir sem nota strætó geta bara verið úti í kuldanum, af því að það eru komin miklu betri not fyrir húsið sem upphaflega var reist til hýsa farþega strætó.
Hlemmi verður lokað 1. janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2013 | 22:01
Lækkun launatengdra gjalda gæti verið kjarabót
Ég settist niður og reiknaði hvaða áhrif það hefði að borga launamanni 50.000 kr eingreiðslu.
Niðurstaðan var þessi:
Eingreiðsla | kr. | 50.000 |
lífeyrissjóður | kr. | -2.000 |
félagsgjöld | kr. | -350 |
staðgreiðsla | kr. | -20.110 |
Útborguð laun | kr. | 27.540 |
Þetta eru þær ráðstöfunartekjur sem þeir sem hvorki fá barnabætur eða vaxtabætur fá út úr eingreiðslunni.
Ef launþeginn væri með 3 börn yngri en 7 ára og væri að kaupa íbúuð og fengi vaxtabætur hefði eingreiðslan eftirfarandi áhrif á ráðstöfunartekjurnar vegna lækkunar á bótunum.
barnabætur | kr. | -3.500 |
barnab yngri en 7 ára | kr. | -4.500 |
vaxtabætur | kr. | -3.000 |
Hækkun ráðstöfunartekna | kr. | 16.540 |
Barnafjölskyldar fær því aðeins 16.540 kr. hækkun á ráðstöfunartekjum við þessa 50.000 kr. eingreiðslu.
Mismunurinn á eingreiðslunni og hækkun ráðstöfunartekna er 33.460. En áður en við skoðum hverjir fá þessar 33.460 kr. vil ég skoða kostnað launagreiðandans.
Launagreiðandinn þarf að borga 1,58% til verkalýðsfélagins í sjóðagjöld, 8% í mótframlag í lífeyrissjóð og 7,69% í tryggingagjald.
launahækkun | kr. | 50.000 |
mótframlag í lífeyrissj | kr. | 4.000 |
tryggingagjald | kr. | 4.153 |
sjóðagjöld | kr. | 790 |
Launakostnaður | kr. | 58.943 |
Í stuttu máli þarf launagreiðandinn að borga næstum 59 þús. kr. til að hækka ráðstöfunartekjur launamanns um 16.500 kr.
Hver fær þá þessar 42.500?
Ríki og sveitarfélög fá kr. 35 þúsund, þ.e. lækkun á bótum upp á kr. 11 þús, tryggingargjald kr.4 þús og staðgreiðslu kr. 20 þús.
Lífeyrissjóðir fá kr. 6 þúsund og stéttarfélög kr. 1 þúsund.
Skattar og lækkun á bótum eru því meira en tvöfalt hærri en sú fjárhæð sem launþeginn fær í hækkun á ráðstöfunartekjum.
Besta leiðin til að auka kaupmátt launa án þess að auka launakostnað að sama skapi er að fækka afætunum á laununum okkar.
VR undirbýr kröfugerð sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2012 | 16:40
Halda lífeyrissjóðirnir uppi verðbólgu ?
Úr viðskiptablaðinu
"Lífeyrissjóðirnir þurfa að gera miklar arðsemiskröfur til N1 og geta varla sætt sig við að sterk fjárhagsstaða félagsins verði notuð til að lækka olíuverð. Þetta segir Einar Benediktsson, forstjóri Olís" sjá http://www.vb.is/frettir/75392/
Það má auðveldlega túlka þessi orð á þann hátt að það sé hagur lífeyrissjóðanna að halda verðinu háu. Hátt verðlag þýðir að verðtryggð lán hækka og kaupmáttur lækkar.
Ef þessi túlkun er rétt - þá erum við í vondum málum. Lífeyrissjóðirnir virðast þá ekki taka tillit til hagsmuna þeirra sem greiða iðgjöld sín til þeirra.
31.1.2012 | 15:57
Búið að skatta verslunina úr landi - verslum í Evrulandi
"rukum í búðir, ekki vegna þess að það sé allt miklu betra í útlöndum, heldur vegna þess að það er hægt að fá meira fyrir minna í ESB og það er miklu meira úrval, skrifar Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Já Ísland"
Ég veit ekki hvernig skattlagningu er háttað í Belgíu, en víða í evrópu er ekki lagður virðisaukaskattur á barnaföt. Í frétt á RUV í dag kemur fram að rúmlega þriðjungur íslendinga keypu föt síðast í útlöndum.
http://www.ruv.is/frett/fot-a-bornin-keypt-i-utlondum
42% barnafatnaðar var keyptur erlendis, þar af 62% í H&M. Þannig er verslunarkeðja sem ekki er starfrækt á Íslandi með fjórðungs markaðshlutdeild. Þessi verslun skapar hvorki störf, né borgar skatt á Íslandi.
Hlupu út í búðirnar í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2011 | 13:36
Hvernig datt þeim í hug að hækka lánin?
Hvernig datt þeim í hug að hækka skattana?
Hvernig datt þeim í hug að hækka matinn, bensínið, raforkuna, hitann, strætófargjöld o.s.frv.?
Þeim virðis alla vega ekki detta í hug að afnema verðtrygginguna á lánunum.
Hvernig datt ykkur þetta í hug? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2011 | 22:41
Af hverju er hann á leiðinni suður?
Mjólkurbíll frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, með mjólk frá bændum á Vestfjörðum, er stopp í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp vegna ófærðar á Steingrímsfjarðarheiði.
Ef þessi frétt er sett í samhengi við það að börnum í Grunnskólanum á Ísafirði hefur fækkað um 100 vegna fólksfækkunar á svæðinu má sjá áhrif þeirrar byggðarstefnu sem ríkt hefur undanfarna áratugi.
Það er nefnilega búið að draga verulega úr starfsemi mjólkurstöðvarinnar á Ísafirði og flytja vinnsluna suður. Það eru því miður ekki einu störfin. Fjöldi starfa á Vestfjörðum hefur verið fluttur suður eða til útlanda.
Kemst ekki suður með mjólkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2011 | 16:06
"Einkaframkvæmd" greidd úr ríkissjóði.
Nú er ríkissjóður að byrja að dæla peningum í ein jarðgöng enn. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/08/17/rikid_tryggir_fjarmognun_ganganna/ Fólki er talið í trú um að ekki sé um að ræða framkvæmdir greiddar með skattpeningum fólksins í landinu.
Fjármögnun ganganna virðist eiga að vera með því að ríkissjóður kaupir skuldabréf af félagi, sem aldrei kemur til með að geta greitt skuldir sínar að fullu. Skuldir ríkissjóðs eru miklar, en samt telja menn sig vera þess umkomnir að "lána" fjármuni í framkvæmdir, sem ekki munu skila arði.
Það að láta ríkissjóð borga brúsann, þar sem aðrir aðilar fást ekki til að lána til verkstins, er ekkert annað en misnotun á hugtakinu einkaframkvæmd. Skellurinn verður þó ekki jafn slæmur eins og þegar Hafnarfjarðarbær, fékk einkaframkvæmdir skólabygginga í bænum í hausinn.
Útboð vegna Vaðlaheiðarganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2011 | 14:43
Er ekki best að byrja á þeim sem borga mestan jaðarskattinn
Þeir sem borga mesta jaðarskattinn eru tekjulágt fjölskydlufólk með börn og í leiguhúsnæði.
Jaðarskattur þeirra reiknast með þessum hætti af næstu krónu sem þeir vinna sér inn, m.v. tekjur undir 209. þús kr. á mánuði:
Tekjuskattur og útsvar 37,31%
Skerðing á barnabótum 5,0%
Skerðing barnabótaauka 6,0%
Skerðing húsaleigubóta 12,0%
Samtals 60,31%
Það er einmitt fjölskyldufólk með með tekjur innan við 200 þús. kr. á mánuði sem borgar hæsta jaðarskattinn. Það er vegna þess að tekjutengingar á bætur leggjast hver ofan á aðra til hækkunar á jaðarskattinum. Ef eitt ákveðið hlutfall væri notað til tekjutengingar á bótum myndi það geta lækkað jaðarskattinn hjá þessum hópi.
Hins vegar má líka nota þá aðferð að hætta ekki tekjutengngunni, þegar bætur falla niður, heldur halda áfram og nota það hlutfall launa allra til að safna í sjóð sem stæði straum af bótunum.
Eigum að létta af ofursköttum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2010 | 23:33
Er ávinningurinn meiri en kostnaðurinn?
2.700 börn og 1.500 fullorðnir taka þetta lyf. Kostnaður Sjúkratrygginga stefnir í 762 millj.kr.Það er auðvelt að skoða bara kostnaðarhliðina við lyfjakaupin. Til að það fáist einhver vitræn niðurstaða þarf líka að skoða ávinninginn.
Athyglisbrestur veldur því að börn skila árangri í skóla í samræmi við gáfur, þar sem þau ná ekki að halda athyglinni nógu lengi á námsefninu og þó svo þau nái tökum á því, er ekki víst að sú kunnátta skili sér í prófum. Ég þekki dæmi um börn sem hafa farið úr falleinkunnum í fyrstu einkunn eingöngu vegna þess að þau fóru að nota þessi lyf.
Þegar ég byrjaði að kynna mér ADHD, var eingöngu hægt að finna upplýsingar um þetta heilkenni í börnum. Það virtist ekki vera viðurkennt að athyglisbresturinn fylgdi börnunum fram á fullorðinsár.
Það segir sig sjálft að þeir sem ekki standast þær kröfur sem gerðar eru í skóla, eru ólíklegir til að fara i framhaldsnám, þessir einstaklingar lenda því frekar í láglaunastörfum. Ef þetta lyf hjálpar fólki til að ná þeim árangri sem það á skilið finnst mér með ólíkindum að eingöngu sé skoðaður kostnaður einnar stofnunar vegna þess.
Ef laun þessara 1.500 fullorðinna einstaklinga hækka að jafnaði um 100 þús kr. á mánuði hjá þeim sem nota þessi lyf, þýðir það í beinar tekjur fyrir ríki og sveitarfélög 750 millj. kr. í tekjuskatt og útsvar. Það er næstum sama fjárhæð og heildarkostnaðurinn.
Fólki með athyglisbrest á háu stigi er hættara að falla út af vinnumarkaði og enda á örorku- eða félagslegum bótum. Þannig að ávinningurinn af að þetta fólk sé á lyfjum og geti unnið er ótalinn hér, en kemur til viðbótar hækkun á beinum opinberum gjöldum.
Að opinber stofnun skuli senda frá sér greinar í fréttabréfi sínu sem virðist til þess gerðar að ala á fordómum gagnvart ákveðnum skjólstæðingum finnst mér til háborinnar skammar. Stofnuninni væri nær að kynna sér ávinninginn af þeim kostnaði sem verið er að leggja út fyrir.
Kostnaður vegna lyfja við ADHD þrefaldast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |