Bloggfærslur mánaðarins, september 2016
19.9.2016 | 16:02
Smá samanburður í núverandi kerfi.
Ég notaði reiknivélar lífeyrissjóðanna til að fá hversu mikinn lífeyri fengist við töku lífeyris við 67 ára aldur, ef greiddar væru 100.000 kr. á mánuði miðað við að byrjað væri að greiða í viðkomandi lífeyrssjóð á mismunandi aldri og greitt í hann til 67 ára aldurs miðað við núverandi kerfi, þar sem mótframlag er 12% á almenna markaðinum og ríkisins skv reglum A-deildar LSR.
Greitt úr lífeyrissjóðir á mánuði, m.v. 100.000 kr. laun á mánuði og að byrjað sé að taka lífeyri 67 ára, eftir aldri þegar byrjað að greiða í lsj. | |||||
Aldur þegar byrjar að gr. í lífe.sj. | LIVE | Lifsverk | LSR | Söfnunarsj. Lífe.rétt. | Gildi |
16 | 92.767 | 113.658 | 92.540 | 87.357 | |
21 | 75.372 | 89.956 | 102.448 | 75.091 | 70.217 |
26 | 61.262 | 72.509 | 91.238 | 60.995 | 51.018 |
31 | 49.542 | 57.910 | 80.028 | 49.352 | 46.054 |
36 | 39.631 | 45.532 | 68.818 | 39.493 | 37.231 |
41 | 31.049 | 34.933 | 57.608 | 30.956 | 29.688 |
46 | 23.478 | 25.831 | 46.398 | 26.329 | 22.999 |
51 | 16.770 | 18.030 | 35.188 | 16.724 | 16.891 |
56 | 10.846 | 11.367 | 23.978 | 10.788 | 11.205 |
61 | 5.594 | 5.694 | 12.768 | 5.538 | 5.875 |
66 | 895 | 897 | 1.558 | 882 | 931 |
Eins og sést á þessu munar miklu á því hvort greitt er í LSR, Lífeyrissjóð Verkfræðinga, en nú geta allir háskólagengnir grreitt í hann, eða t.d. Lífeyrissj. Verslunarmanna. Þannig fær sá sem greiðir byrjar að borga í lífeyrissjóð 31 árs 80.028 kr í lífeyri við 67 ára aldur ef hann greiðir í LSR, 57.910 kr ef hann borgar í Lífsverk og 49.542 kr frá LIVE, en bara 46.054 kr frá Gildi.
Þannig munar nærri 10 þús á greiðslum frá Lífeyrissjóði Verkfræðnga og Gildi eða 26%, þó svo bæði félögin tilheyri almenna markaðinum. Það munar því miklu hvaða lífeyrissjóð valið er að greiða til.
Ef kjör lífeyrissjóða verða jöfnuð milli opinbera og almenna markaðarins, munu opinberir starfsmenn þá geta valið sér lífeyrissjóð eins á sama hátt og starfsmenn á almenna markaðinum?
Eitt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |