Bloggfærslur mánaðarins, október 2015
13.10.2015 | 18:19
Byrjað á öfugum enda
Á einhverjum fundi hjá borginni komu málefni Srtætó til umræðu. Menn höfðu tekið eftir því að margar leiðir keyrðu hver á eftir annarri niður Hverfisgötu, út að Háskóla og svo austur eftir Hringbraut og Miklubraut.
Þarna sáu menn sér leik á borði, hægt var að slá tvær flugur í einu höggi, bæði minnka rekstrarkostnað og umferð, með því að láta vagnana ganga bara niður á BSI og láta bara einn vagn fara þaðan og upp á Hlemm.
Við þetta missir húsnæðið á Hlemmi tilgang sinn sem endastöð fjölmargra vagna. Því vaknaði spurningin "Hvað á að gera við Hlemm?"
Snillingarnir hjá borginni fundu það út að best væri að breyta honum í matarmarkað. Hugmyndin þótti svo snjöll að það var ákveðið að drífa í að framkvæma hana. Þetta var miklu betri hugmynd en það að breyta leiðakerfi vagnanna.
Aumingjarnir sem nota strætó geta bara verið úti í kuldanum, af því að það eru komin miklu betri not fyrir húsið sem upphaflega var reist til hýsa farþega strætó.
Hlemmi verður lokað 1. janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)