Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

Lækkun launatengdra gjalda gæti verið kjarabót

Ég settist niður og reiknaði hvaða áhrif það hefði að borga launamanni 50.000 kr eingreiðslu.

 Niðurstaðan var þessi: 

 

Eingreiðslakr.50.000
lífeyrissjóðurkr.-2.000
félagsgjöldkr.-350
staðgreiðslakr.-20.110
Útborguð launkr.27.540

 

 

Þetta eru þær ráðstöfunartekjur sem þeir sem hvorki fá barnabætur eða vaxtabætur fá út úr eingreiðslunni.  

Ef launþeginn væri með 3 börn yngri en 7 ára og væri að kaupa íbúuð og fengi vaxtabætur hefði eingreiðslan eftirfarandi áhrif á ráðstöfunartekjurnar vegna lækkunar á bótunum. 

 

barnabæturkr.-3.500
barnab yngri en 7 árakr.-4.500
vaxtabæturkr.-3.000
   
Hækkun ráðstöfunarteknakr.16.540

 

Barnafjölskyldar fær því aðeins 16.540 kr. hækkun á ráðstöfunartekjum við þessa 50.000 kr. eingreiðslu.

 

Mismunurinn á eingreiðslunni og hækkun ráðstöfunartekna er 33.460.  En áður en  við skoðum hverjir fá þessar 33.460 kr. vil ég skoða kostnað launagreiðandans.

 

Launagreiðandinn þarf að borga 1,58% til verkalýðsfélagins í sjóðagjöld, 8% í mótframlag í lífeyrissjóð og 7,69%  í tryggingagjald.  

 

launahækkunkr.50.000
mótframlag í lífeyrissjkr.4.000
tryggingagjaldkr.4.153
sjóðagjöldkr.790
   
Launakostnaðurkr.58.943

 Í stuttu máli þarf launagreiðandinn að borga næstum 59 þús. kr. til að hækka ráðstöfunartekjur launamanns um 16.500 kr. 

Hver fær þá þessar 42.500?

Ríki og sveitarfélög fá kr. 35 þúsund, þ.e. lækkun á bótum upp á kr. 11 þús, tryggingargjald kr.4 þús og staðgreiðslu kr. 20 þús.

Lífeyrissjóðir fá kr. 6 þúsund og stéttarfélög kr. 1 þúsund. 

Skattar og lækkun á bótum eru því meira en tvöfalt hærri en sú fjárhæð sem launþeginn fær í hækkun á ráðstöfunartekjum.   

Besta leiðin til að auka kaupmátt launa án þess að auka launakostnað að sama skapi er að fækka afætunum á laununum okkar.


mbl.is VR undirbýr kröfugerð sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband