Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
18.8.2010 | 23:33
Er ávinningurinn meiri en kostnaðurinn?
2.700 börn og 1.500 fullorðnir taka þetta lyf. Kostnaður Sjúkratrygginga stefnir í 762 millj.kr.Það er auðvelt að skoða bara kostnaðarhliðina við lyfjakaupin. Til að það fáist einhver vitræn niðurstaða þarf líka að skoða ávinninginn.
Athyglisbrestur veldur því að börn skila árangri í skóla í samræmi við gáfur, þar sem þau ná ekki að halda athyglinni nógu lengi á námsefninu og þó svo þau nái tökum á því, er ekki víst að sú kunnátta skili sér í prófum. Ég þekki dæmi um börn sem hafa farið úr falleinkunnum í fyrstu einkunn eingöngu vegna þess að þau fóru að nota þessi lyf.
Þegar ég byrjaði að kynna mér ADHD, var eingöngu hægt að finna upplýsingar um þetta heilkenni í börnum. Það virtist ekki vera viðurkennt að athyglisbresturinn fylgdi börnunum fram á fullorðinsár.
Það segir sig sjálft að þeir sem ekki standast þær kröfur sem gerðar eru í skóla, eru ólíklegir til að fara i framhaldsnám, þessir einstaklingar lenda því frekar í láglaunastörfum. Ef þetta lyf hjálpar fólki til að ná þeim árangri sem það á skilið finnst mér með ólíkindum að eingöngu sé skoðaður kostnaður einnar stofnunar vegna þess.
Ef laun þessara 1.500 fullorðinna einstaklinga hækka að jafnaði um 100 þús kr. á mánuði hjá þeim sem nota þessi lyf, þýðir það í beinar tekjur fyrir ríki og sveitarfélög 750 millj. kr. í tekjuskatt og útsvar. Það er næstum sama fjárhæð og heildarkostnaðurinn.
Fólki með athyglisbrest á háu stigi er hættara að falla út af vinnumarkaði og enda á örorku- eða félagslegum bótum. Þannig að ávinningurinn af að þetta fólk sé á lyfjum og geti unnið er ótalinn hér, en kemur til viðbótar hækkun á beinum opinberum gjöldum.
Að opinber stofnun skuli senda frá sér greinar í fréttabréfi sínu sem virðist til þess gerðar að ala á fordómum gagnvart ákveðnum skjólstæðingum finnst mér til háborinnar skammar. Stofnuninni væri nær að kynna sér ávinninginn af þeim kostnaði sem verið er að leggja út fyrir.
![]() |
Kostnaður vegna lyfja við ADHD þrefaldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |