Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
8.6.2010 | 23:51
Greiðsluvandi ekki það sama og skuldavandi
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa fremur beinst að greiðsluvanda almennings en skuldavanda.
Lausnin með greiðslujöfnun hefur leitt til þess að skuldavandi heimilanna hefur aukist, þar sem greiðslur af lánum vegna húsnæðiskaupa svokölluðum jafngreiðslulánum, duga ekki til að borga vexti af þessum lánum. Þannig vex höfuðstóllinn í hverjum mánuði. Þannig minnkar eign skuldara jafnt og þétt og þarf ekki lækkun á íbúðarverði til að það gerist.
Kaupmáttur launatekna hefur farið síminnkandi, en ekki má skerða tekjur af fjármagni. Satt best að segja finnst mér þetta skrýtin jafnaðarmennska.
Hafa komið til móts við skuldavandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |