Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
9.2.2010 | 22:55
Gísli Martein og skipulagsmál
Hugmyndir Gísla Marteins um skipulagsmál eru verulega áhugaverðar. Hann er að benda á að eins og staðan er í dag, sé of stór hluti fólks sem sæki vinnu fyrir vestan Kringlumýrarbraut miðað við að meirihlutinn búi austan hennar.
Það er samt einn galli á hugmyndafræði Gísla. Hann er borgarfulltrúi í Reykjavík. Hans hugsun og hagsmunir byggja þess vegna allir á því að öll uppbygging eigi sér stað innan borgarmakranna. Samt er það staðreynd að af einungis 2/3 þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu búa innan borgarmarkanna, þó svo höfuðborgarsvæðið sé eitt atvinnusvæði.
Hef það eitt við þetta að bæta að til að skipulag höfuðborgarsvæðisins gangi vel upp, þarf það að vera ein skipulagsheild.
Til þess að svo megi verða þurfa annað hvort allar bæjarstjórnir svæðisins að ganga í takt í skipulagsmálum eða færa þarf skipulagið á annað stjórnsýslustig.