Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Er flótti Marel frá Ísafirði afleiðing framfarastefnu ríkisstjórnarinnar?

Hörður Arnarson forstjóri Marel hf.  sagði á síðasta ári, á iðnþingi minnir mig, að ef áframhald yrði á þeirri gengisstefnu sem verið hefði ríkjandi, þ.e. háu gengi krónunnar, myndi það leiða til þess að fyrirtæki í útflutningi færðu starfsemi sína til annarra landa.

 Nú hefur Marel hf. ákveðið að leggja niður litlu starfseininguna á Íslandi og færa þá framleiðslu sem þar er annað.  Mjög sennilegt er að það verði í nýju verksmiðjuna sem Marel samsteypan er að byggja í Slóveníu.  Spurningin er hins vegar hversu lengi Marel sjái sér fært að halda áfram framleiðlu í Garðabæ.

 Forsenda þess að fyrirtæki sem eru í útflutningi geti haldið áfram að framleiða sína vöru á Íslandi er að það vinnuafl sem notað er við framleiðsluna sé ekki mikið dýrara en annars staðar.  Þeir aðilar sem stunda rekstur á Íslandi hafa ekki janf miklum skyldum að gegna gagnvart starfsmönnum sínum og þeir virðast hafa gagnvart þeim sem leggja þeim til fé til rekstrarins.   Þannig að þegar það er orðið ódýrara að færa starfsemina annað - með fjárfestingarkostnaði - heldur en halda henni áfram á sama stað,  þá er hún einfaldlega færð annað. 

Málið er nefnilega að til að fá peninga til rekstrarins þarftu að skila betri árangri (meiri arði og hækkun á hlutafé), heldur en aðrir.  Annars fara peningarnir þangað.  

Það er kanski orðið athugunarefni hvort búið sé að gera rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi þannig að þau séu byrjuð að færa starfsemi sína annað.  Er það fórnin sem við erum að færa fyrir stórar virkjanir og álver?


mbl.is Geir: Hægt að framlengja framfaraskeiðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísafjörður er ekki á Íslandi?

“Það er ekki lengra frá Finnlandi til Íslands en Ísafirði”  Þessa setningu las ég í Fréttablaðinu í dag, nánar tiltekið í viðtali við Eirík Örn Norðdal, sem titlaður er sem rithöfundur og Nýhilisti í þessu viðtali.   Þetta er ansi merkileg setning fyrir margra hluta sakir.   

Eiríkur ísfirðingur að uppruna, alinn þar upp og hefur búið þar undanfarin ár – eftir að hafa verið á flakki um heiminn um skeið.  Það eitt að maður sem fæddur og alinn upp á Ísafirði geri sér grein fyrir að Ísafjörður er ekki á Íslandi er stórmerkilegt.  Og þó.  Hann veit, eins og er að Vestfirðir tilheyra ekki Íslandi, nema þegar kosið er til Alþingis og þegar skera þarf niður kostnað ríkisins vegna þenslu á Íslandi – þó þessi þensla hafi aldrei náð til Vestfjarða og þar hafi vandamálið verið samdráttur í atvinnulífinu og fólksfækkun. 

Helsta lausn stjórnmálamanna, og margra heimamanna hefur verið fólgin í því að lofa jarðgöngum og öðrum samgöngumannvirkjum og koma á háskólamenntun á svæðinu.  Svo eiga störfin fyrir alla háskólaborgarana – þá sérstaklega viðskiptafræðinga en flestir eru í því námi (í fjarnámi) – að skapast af sjálfu sér, þegar þeir eru orðnir nógu margir.   Þangað til geta þeir svarað í símann fyrir þau fyrirtæki og stofnanir sem bregðast við kallinu um að færa störf út á land, á meðan þau störf sem gera meiri kröfur til starfsmanna eru færð til Íslands. 

Þetta var ekki misritun, því það þarf ekki annað en hlusta á útvarp til að heyra að Ísland nær ekki nema 100 km út fyrir Reykjavík.   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband