50,2% á laun milli 150.000 og 200.000, 53,1% á næsta þrep

ef um er að ræða hjón sem eiga 3 börn og eru að kaupa fasteign.   Vegna tekjutengingar á barnabótum (7%) og vaxtabótum (6%), má bæta þeim tekjutengingum við skatthlutfallið, þar sem skerðing er ekkert annað en viðbótarskattur.

 Þegar ég var að vinna á skattstofu fyrir 15 árum síðan var staðgreiðsluhlutfallið komið yfir 42%.  Ég þurfti oft á tíðum að reikna álagninguna í höndum fyrir fólk þegar það kom með álagningarseðlana svo reiknaði oft hvaða áhrif skattlagningin hafði á viðbótartekjur fólks.   Þó svo að jaðaráhrifin af bótunum komi ekki í ljós fyrr en á næsta ári eftir að tekna er aflað, þá eru þau engu að síður fyrir hendi.  Þannig mun maður sem er með laun yfir 200.000 kr. í laun, ekki auka ráðstöfunartekjur sínar um nema 44% þegar búið er að draga af honum lífeyrissjóð og skatta að teknu tilliti til lækkunar á bótunum.

Á sama tíma mun maður með 1.250. þús kr í laun halda eftir 49% launanna m.v. sömu forsendur.

 

 

 


mbl.is Skattahækkanir koma verst niður á millistéttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband