Skjaldborg og U beygja

Bágt á ég að trúa því að það séu einhverjar raunverulegar aðgerðir til hjálpar heimilunum í landinu sem séu í smíðum hjá félagsmálaráðherra.  Þessi ríkisstjórn lofaði að skjaldborg yrði slegin um heimilin í landinu. 

Margir hafa spurt hvar er þessi skjaldborg eiginlega, og hvar eru þær aðgerðir sem átti að fara í til að hjálpa heimilunum?  Eftir því sem ég kemst næst, er þessi skjaldborg byggð upp í þremur lögum, í fyrsta lagi lægri launum, í öðru lagi hærri sköttum og í þriðja lagi mikilli verðbólgu sem hækkar skuldir heimilanna og eykur greiðslubyrgði þeirra.  Skjaldborgin er svo öflug að hún er hreinlega að leggja heimilin í rúst fjárhagslega. En hverja hún er að verja er mér hulin ráðgáta

Ég verð að segja að það vekur furðu mína hvernig allir virðast hafa tekið U-beygju á síðasta ári.  Getur það verið að Steingrímur J hafi verið með ábyrgðarlaust gaspur þegar hann var í stjórnarandstöðu.


mbl.is Ráðherra vill afskrifa skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband