Þurfa allir samskonar aðgerðir? - væri það sanngjarnt?

Dæmisaga um Jón og Gunnu sem keyptu samskonar íbúð á árunum 2004 og 2006.  Bæði tóku þau 100% lán vegna kaupanna. Til að einfalda dæmið skulum við reikna með að þau hafi ekki greitt neinar afborganir og að lánin séu vaxtalaus, en vísitölubundin, þannig að höfuðstóllinn hafi hækkað vegna verðbótanna og að verð íbúðanna hafi hækkað og lækkað til samræmis við vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu. 

Jón keypti sér íbúð í maí 2004 á kr. 12,5 m.kr. Gunna keypti sér samskonar íbúð í maí 2006, hún þurfti að borga 19,6 m.kr fyrir hana.  Bæði keyptu þau íbúðirnar á markaðsverði.  Í júní 2009 myndu fást 19,9 m.kr. fyrir þessar íbúðir.  Í dag myndi Jón skulda 18,4 m.kr. í íbúðinni, hefur eignast 1,5 m.kr. án þess að borga neitt niður af upphaflegu láni, en Gunna skuldar 26,1 m.kr. eða 6,2 m.kr. meira en nemur verðmæti íbúðarinnar. 

Ef við veljum þá aðferð að skrifa allar skuldir niður um 20%, þá myndi Jón vera búinn að eignast 5,2 m.kr í íbúð sinni – án þess að hafa borgað nokkuð, en Gunna myndi enn skulda 1 m.kr. umfram íbúðarverðið.    

Sömu sögu er að segja ef valin væri sú aðferð að lækka öll lán um 4 m.kr.  nema hvað Jón myndi græða meira á þeirra aðferð og eiga 5,5 m.kr. og Gunna myndi skulda 2,2 m.kr. umfram það sem hún fengi fyrir íbúðina. Það er því ekki til einföld leið til að koma til móts við skuldsett heimili. 

Aðferðir eins og flöt niðurfærsla lána hvort heldur er í krónutölu eða prósentum kæmi sér betur fyrir þá sem áttu íbúðir áður en verð þeirra fór að hækka óeðlilega  en þá sem lenda í því að kaupa íbúð á of háu verði þannig að  lánin hafa hækkað meira en íbúðirnar frá því að þeir keyptu.  Það er engin ástæða til að eyða fjármunum til að hjálpa þeim sem engu hafa tapað eins og Jóni. 

Ef greiðslur af þessum lánum eru farnar að verða of erfiðar fyrir þau Jón og Gunnu, gæti það hjálpað verulega að lækka vextina af lánunum.  Þannig myndi 1% vaxtalækkun lækka árlega greiðslu vaxta hjá Jóni um 184.000 á ári eða 15.000 kr. á mánuði, og hjá Gunnu um 260.þús kr. á ári eða tæplega 21 þús kr. á mán. Vaxtalækkun er leið þar sem greiðslubirgði er lækkuð og gæti leyst vanda Jóns og Gunnu án þess að vera að gefa þeim neitt.  

Gunna verður bara að vona að íbúðin hækki aftur í verði svo hún eignist eitthvað i henni.  Það hvort Gunna á eitthvað í íbúðinni eða ekki verður ekki vandamál nema hún ætli að selja íbúðina. Þá má hjálpa Gunnu því að færa lánið hennar niður. 


mbl.is Ræða stöðu heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Held að tillögur hagsmunasamtaka heimilanna séu siðferðilega réttar óháðar eignamyndun.Gengur út á að lánveitandinn ( sá sem skipulagði hrunið )- en ríkið hefur svo tekið yfir lánveitandann- hagnist ekki á því að ráðast skipulega gegn krónunni né á því að hafa eyðilagt efnahags og lífsviðurværi fjölmargra. Atvik sem lánveitandanum er hægt að kenna um verða til þess að lánin hækka.Að auki er engin raunveruleg skráning á gengi í landinu. Genginu ræður lánveitandinn. Tel því að gera

ætti alla  skuldara eins setta og staðan væri  febrúar 2008. þ.e. íbúðarskuldara. Í því felast siðferðislegt skilaboð. Ef ekki þá ætlar ríkið í raun að hagnast á svindli og svikum bankanna a.m.k. gagnvart Jóni og Gunnu. Þess utan þarf svo að hjálpa þeim sérstaklega sem ekki geta borgað af því tekið var af þeim lífsviðurværið. 

Einar Guðjónsson, 22.8.2009 kl. 01:11

2 Smámynd: Björn Bjarnason

Einar: Á ég að trúa því að hagsmunasamtökum heimilanna þyki það siðferðilega rétt að menn geti eignast eitthvað með lántöku, án þess að hafa borgað neitt af því?  Hagsmunir heimilanna liggja í þvi að þurfa ekki að borga meira en þau ráða við vegna húsnæðis.  Er það siðferðilega rétt að Gunna þarf að borga 30% meira en Jón fyrir samskonar íbúð?

Björn Bjarnason, 22.8.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband