22.1.2009 | 22:42
Veit hann ekki betur?
Hér á eftir er hluti af ræðu Geirs Haarde forsætisráðherra í dag, þar sem hann fjallar um til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að koma til móts við einstaklinga og fjölskyldufólk. Ég leyfði mér að bæta við eigin athugasemdum með skáletri, þar sem ég dreg í efa ágæti þessara aðgerða eða sé ekki að þær séu komnar til framkvæmda. Herra forseti.
Því hefur verið haldið fram að ríkisstjórnin hafi ekkert gert til þess að bregðast við þeim miklu erfiðleikum sem íslenskt efnahagslíf gengur nú í gegnum. Þetta eru að sjálfsögðu mikil öfugmæli eins og ég vona að eftirfarandi yfirlit sýni um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir á undanförnum vikum og mánuðum til að koma til móts við einstaklinga og fjölskyldufólk:
Því hefur verið haldið fram að ríkisstjórnin hafi ekkert gert til þess að bregðast við þeim miklu erfiðleikum sem íslenskt efnahagslíf gengur nú í gegnum. Þetta eru að sjálfsögðu mikil öfugmæli eins og ég vona að eftirfarandi yfirlit sýni um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir á undanförnum vikum og mánuðum til að koma til móts við einstaklinga og fjölskyldufólk:
- Greiðslubyrði einstaklinga með verðtryggð lán hefur verið létt með því að beita greiðslujafnaðarvísitölu, þ.e. launavísitölu sem tekur mið af atvinnustigi. Stendur núna í 97,7, ég veit ekki hvernig hún er reiknuð, en þýðir annað hvort að nú greiðist 97,7% m.v. greiðslu í nóvember, eða 97,7% af uppreiknaðri greiðslu m.v. vísitölu núverandi mánaðar, hvorugt er mikil lækkun.
- Fjölgað verður úrræðum Íbúðalánasjóðs til að koma til móts við almenning í greiðsluvanda, svo sem með lengingu og skuldbreytingu lána, auknum sveigjanleika og rýmri heimildum gagnvart innheimtu. Hjálpar ekki þeim sem skulda bönkunum, þeir veittu bæði hærri lán og hærra lánshlutfall og þeir lántakendur eru frekar i vandræðum.
- Íbúðalánasjóði hafa verið veittar lagaheimildir til að leigja húsnæði í eigu sjóðsins til að fjölga úrræðum fyrir einstaklinga í greiðsluvanda. Heimilt verði að leita eftir samstarfi við sveitarfélög eða aðra rekstraraðila með samningi.
- Gerðar hafa verið nauðsynlegar breytingar til bráðabirgða á lögum eða reglugerðum svo fella megi niður ýmis gjöld vegna skilmálabreytinga sem torveldað hafa skuldbreytingar og uppgreiðslu lána, svo sem stimpilgjöld og þinglýsingargjöld.
- Felld hefur verið úr gildi heimild til að skuldajafna barnabótum á móti opinberum gjöldum. Fæstir launamenn skulda slík gjöld, það gera atvinnurekendur aftur á móti.
- Felld hefur verið úr gildi heimild til að skuldajafna vaxtabótum á móti afborgunum lána hjá Íbúðalánasjóði. Sjá athugasemd við lið 5
- Barnabætur eru nú greiddar út mánaðarlega gagnvart þeim sem það kjósa en ekki á þriggja mánaða fresti. Ekki enn komið til framkvæmda, m.v. vef Ríkisskattstjóra
- Opinberum innheimtuaðilum hafa verið veittar tímabundið frekari heimildir til sveigjanleika í samningum um gjaldfallnar kröfur sem taka mið af mismunandi aðstæðum einstaklinga. Sjá athugasemd við lið 5 og 10.
- Lögfestar hafa verið tímabundnar heimildir til innheimtumanna ríkissjóðs um mögulega niðurfellingu dráttarvaxta, kostnaðar og gjalda í sérstökum, skýrt afmörkuðum tilfellum. Sjá athugasemd við lið 5 og 10.
- Öll ráðuneyti og stofnanir ríkisins hafa fengið fyrirmæli um að milda sem kostur er innheimtuaðgerðir gagnvart einstaklingum, þar með talið að takmarkað verði sem kostur er það hlutfall launa sem ríkið getur nýtt til skuldajöfnunar. Framganga Sýslumannsins í Árnessýslu við að færa menn í fjárnám ekki í samræmi við þetta
- Lög um dráttarvexti hafa verið endurskoðuð með það að markmiði að dráttarvextir lækki. Þeir lækkuðu um 1,5%
- Heimild til að setja reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar hefur verið nýtt. Lög samþykkt í dag
- Alþingi samþykkti í desember að heimila greiðslu hlutabóta vegna atvinnuleysis til þess að hvetja atvinnurekendur til þess að lækka frekar starfshlutfall en að grípa til uppsagna. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta nú einnig tekið að sér tilfallandi verkefni án þess að missa bótaréttinn. Verður sennilega fellt niður í maí, vegna misnotkunar
- Fyrirtækjum og stofnunum hefur einnig verið gert kleift að ráða til sín tímabundið fólk í atvinnuleit. Bætur fylgja þá starfsfólkinu. Einnig hafa réttindi atvinnulausra verið aukin til þess að auðvelda þeim að fara út á vinnumarkaðinn á nýjan leik, t.d. með búferlaflutningsstyrkjum. Veit ekki hvort þessi heimild hefur í raun verið gefin út.
- Gripið hefur verið til aðgerða til að styðja við sprotafyrirtæki og verður gert enn frekar. Á síðasta ári tók Nýsköpunarsjóður þátt í stofnun nýs, öflugs fjárfestingarsjóðs, Frumtaks, sem mun styrkja þessa mikilvægu vaxtarsprota næstu árin. Einnig er mikilvægt að bygging álvers í Helguvík miði vel og hafa stjórnvöld unnið hart að því að tryggja að það gangi eftir, m.a. með fjárfestingasamningi í síðasta mánuði.
- Einnig hefur verið gripið til ýmissa aðgerða á sviði menntamála. Þannig geta atvinnulausir einstaklingar fengið greiddar atvinnuleysisbætur, samkvæmt áunnum réttindum sínum samhliða því að stunda ákveðið nám eða sækja námskeið. Auk þess tókst að tryggja nær öllum sem þess óskuðu inngöngu í framhaldsskóla á vorönn 2009 og leitaðist menntamálaráðuneytið við að skapa sveigjanleika í fjárveitingum til skóla til að svo gæti orðið.
Margvíslegar aðgerðir stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.