Allir vildu stærstan bita af kökunni

Þennslan var mest á höfuðborgarsvæðinu og fóru sveitarfélögin ekki varhluta af því.  Öll kepptust þau við að ná sem stærstum hluta af þeirri uppbyggingu sem var í gangi.  Fleiri íbúar og fleiri fyrirtæki þýða meiri tekjur, þar sem aðaltekjur sveitarfélaga eru af útsvari og fasteignagjöldum. 

Sveitarfélögin keyptu byggingarland í stórum stíl og skipulögðu undir byggð.  Seldu það aftur á háu verði. Þessi mikla uppbygging kostaði sitt.  Samt var á tímabili ekki nóg framboð á byggingarlandi.  Þessi kaup og uppbygging þjónustu og samgangna í nýjum hverfum kosta sitt.  Það var tekið að láni.

Þar sem sveitarfélögin eru í samkeppni var þetta unnið meira af kappi en forsjá.


mbl.is Hagstjórn illa samhæfð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband