26.11.2008 | 11:51
Geta vextir til langs tíma verið hærri en hagvöxtur?
Að þessari spurningu spurði ég einn af þingmönnum okkar, þegar hann var nýútskrifaður úr hagfræði?
Hann bað um tíma til að hugsa málið. Þegar ég hitti hann næst, sagði hann að það gengi ekki upp til lengdar. Mér datt þessi spurning í hug aftur nú þegar vaxtagjöld eru að sliga þjóðfélagið. Allar lausnir sem stjórnarflokkarnir koma fram með, eiga að stuðla að því að viðhalda háu vaxtastigi. Ég er ekki að tala um 18% stýrivexti, ég er að tala um 8-10% vexti sem lagðir eru ofan á verðbætur og 25-30% vexti á óverðtryggð lán. Verðtryggingin er séríslenskt fyrirbrigði sem hagfræðingar IMF hafa ekki nema litla hugmynd um hvaða áhrif hefur og fyrirfinnst ekki í reiknilíkönum þeirra. Þess vegna eru þeirra útreikningar ónothæfir.
Það er fyrirsjáanlegt að hagvöxtur verður neikvæður á næstu árum og svona hátt vaxtastig hlýtur óhjákvæmilega að leiða til þess að gera rekstur fyrirtækja og heimila mikið erfiðari en hann þyrfti að verða og óþarflega mikilla gjaldþrota.
Þegar ávöxtunarkrafa fjármagns er orðin svona há, dregur það verulega úr allri uppbyggingu og virðisauka sem á sér stað í þjóðfélaginu. Það eru þeir þættir sem þarf til að minnka atvinnuleysi. Auknum virðisauka og aukinni veltu fylgja hærri tekjur fyrir ríkissjóð.
Að lækka vexti myndi draga verulega úr þeirri kreppu sem er að skella á okkur núna. Fjárfestar myndu tapa minna á því að fá lægri vaxtatekjur, en myndu tapast ef á skellur hrina gjaldþrota. Lífeyrissjóðirnir eru stærsti einstaki fjármagnseigandinn. Fólkið í landinu vill örugglega frekar að sjóðirnir séu tryggir og fái minni tekjur til skamms tíma, en að hafa háa ávöxtun í ótryggum sjóðum.
Hið fullkomna fárviðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það væri gaman að vita hvaða hagfræðimenntaði þingmaður þetta er sem þú talar um.
Vextir geta verið hærri en hagvöxtur til lengdar.
Vextir spretta ekki úr neinu, þeir eru kostnaður fyrir fjármagn sem menn fá að láni. Lánið geta þeir notað í neyslu, viðhald eða til að kaupa ný tæki. Í þjóðfélagi þar sem enginn hagvöxtur er þá kaupa menn ekki ný tæki, en enn verður þörf fyrir viðhald og neyslu.
J Schumpeter bendir þó á í bók sinni "The Theory of Economc Development" að vextir geti verið 0% þegar peningar eru einungis notaðir í viðhald framleiðslutækja. Það sé nefnilega kostnaður í þvi fyrir þjóðfélagið að minnka landsframleiðsluna. Fólk spari þess vegna pening 'vaxtalaust' til að viðhalda núverandi velferð.
Spurningin er sú hvað menn eru tilbúnir að selja 100 kall sem þeir fá eftir 12 mánuði í dag. Mismunurinn (gefum okkur að það sé ekki verðbólga eða aðrar áhættur) eru vextir.
Ég er alveg hjartanlega sammála þér.... vextir þurfa að lækka.
Lúðvík Júlíusson, 26.11.2008 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.