20.11.2008 | 20:46
Hjarðhegðun fjár
Það hefur gjarnan einkennt fé að fylgja forystusauðunum. Forystusauðirnir virðast hafa hæfileika til að finna alltaf beitarlandið. Þetta vita hinir sauðirnir, því hefur skapast sú hefð meðal fjárins að fylgja forystusauðnum, hvort sem hann heldur sig á öruggum slóðum, eða anar út á klettasyllur sem ekki geta borið alla hjörðina. Ef syllan brestur undan þunga fjárins hrynur hjörðin niður og verða þá margir sauðir fyrir limlestingum.
Segja má að fjárhirðar hafi sömu skyldu að gegna gagnvart hjörðinni - þeirra hlutverk er að finna besta beitarlandið, en þeirra hlutverk er líka að koma í veg fyrir að hjörðin hætti sér út á klettasyllur sem ekki geta borið hana.
Mér datt í hug þessi samlíking að fjármagn og sauðfé virðist hafa svipaða hegðun. Fyrr á þessu ári reyndu menn að ná mikilli ávöxtun með kaupum og sölu á olíu, en svo datt botninn úr þeim viðskiptum. Sömu sögu má segja um skuldabréfamarkaðinn og bankana. Spurningin er hvar var fjárhirðirinn? Var hann ekki starfi sínu vaxinn?
Það er hverjum manni ljóst að fjáreigendur hefðu verið fljótir að reka þann fjárhirði sem hefði ekki getað komið í veg fyrir að féð hefði farið sér að voða. Það vantar nýjan fjárhirði.
Endurbætur á fjármálamörkuðum nauðsynlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð samlíking!
, 21.11.2008 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.