Hvað eru þetta miklar skuldir?

Undanfarnar vikur er búið að vera að kaffæra okkur í tölum um það hvað búið er að steypa okkur í miklar skuldir.  Síðast í dag vorum við upplýst um að væntanleg lántaka ríkisins væri 1.400 milljarðar kr.  þar af 600 vegna ISAVE.

Þar sem ég er orðinn ruglaður í öllum þessum tölum fannst mér rétt að setja þessar tölur í samhengi við ýmsar aðrar tölur.

Verg landsframleiðsla (VLF)er í kringum 1.300 milljarðar kr.

Ríkisútgjöld samkvæmt fjárlagafrumvarip 500 milljarðar kr. 

Skuldir heimilanna um síðustu áramót voru 1.348 milljarðar kr.

Samanlögð innlán í nýju bönkunum þremur nema 1.156 milljörðum kr.

og útlán til viðskiptamanna 1.826 milljörðum kr.

Heildareignir þeirra nema 2.886 milljörðum kr., sem skiptast þannig að NBI á 1.300, Glitnir 800 og kaupþing 700.

Heildareign lífeyrissjóðanna nam 1.647 milljörðum í árslok 2007.

 

Þessar stærðir eru teknar saman í eftirfarandi mynd svona til að betur sé hægt að átta sig á hlutföllunum.

 

ymsar hagstærðir

Þegar þessar stærðir eru skoðaðar sést að þetta eru gífurlega háar fjárhæðir.  Skuldsetning sem er meiri en nemur heildareignum lífeyirssjóðanna,  þreföldum útgjöldum ríkisins á einu ári og hærri en verg landsframleiðsla, er sú fjárhæð sem stendur til að taka að láni.  

Það kom mér hins vegar verulega á óvart við þessa skoðun hvað heimilin í landinu eru skuldsett.  Að skuldir þeirra sé samanlagðar jafn háar og fyrirhuguð lántaka er hreint ótrúlegt.  Eignirnar sem standa á móti þessu skuldum eru fasteignir að verðmæti 2.300 milljarðar og aðrar eignir upp á 1.000 milljarða, þar af innistæður upp á 265 milljarða og verðbréf og hlutabréf upp á 427 milljarða.  Allar þessar eignir hafa rýrnað á sama tíma og skuldirnar hafa hækkað vegna verðtryggingar og gengisfalls krónunnar.  Þannig má búast við að eignarskattsstofn sem var upp á 1.500 milljarða hafi lækkað umtalsvert.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband