14.11.2008 | 21:54
Væri til góðs eða ills að ganga í ESB?
Öll umræða um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið hefur verið frasakennd. Staðreyndir málsins liggja ekki fyrir og hver áhrifin væru af inngöngu er mjög óljóst. Eina leiðin til að komast að því hvað kosti og galla slíkt hefði er að skoða málin og þarf jafnvel að ganga svo langt að sækja um aðild til að það komi í ljós.
Eins og staðan er í dag, gilda fjölmargar af tilskipunum Evrópusambandsins hér á landi þannig að innganga myndi að því leiti ekki hafa mikil áhrif. Sumir hafa jafnvel fengið glýju í augun vegna þess styrkjakerfis sem við myndum fá aðgang að við inngöngu. Á móti kemur að við höfum haft sjálfstæða samninga við ríki utan Evrópusambandsins um milliríkjaviðskipti. Við inngöngu í Evrópusambandið myndu þeir samningar falla niður og við yrðum að gangast undir samþykktir þess í utanríkisviðskiptum.
Innganga í sambandið þýðir ekki sjálfkrafa stöðugleika, því við verðum að vinna heimavinnuna okkar til að svo verði. Sumir hafa sagt að sveiflurnar geti jafnvel orðið meiri, þar sem við munum ekki getað hagað seglum eftir vindi, þar sem regluverk sambandsins veiti ekki slíkt svigrúm.
Ef við göngum þarna inn, verðum við að gera okkur grein fyrir því að við erum örsmá jaðarbyggð og áhrif okkar og skoðanir ekki veigameiri en þau áhrif sem smáþorp úti á landi hefur á stjórnun Íslands í dag. Aðgangur að jaðarbyggðastyrkjum finnst mér ekki vera næg ástæða til inngöngu, það gerir okkur bara að ölmusumönnum. Við sem höfum búið á Vestfjörðum þekkjum vel hvernig talað er um Vestfjarðaaðstoðina sem var fyrir 10 árum, og fólst í lánum sem nær öll voru endurgreidd innan tveggja ára frá því þau voru tekin. Marti töluðu um Vestfirðinga sem ölmusumenn í mörg mörg ár á eftir, löngu eftir að búið var að greiða lánin upp að fullu, þó svo þeir hafi ekki fengið neitt gefins.
Göngum hægt um gleðinnar dyr. Skoðum vandlega hvaða áhrif innganga í Evróðusambandið hefði áður en endanleg ákvörðun verður tekin.
Skref í átt að ESB væru jákvæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mjög spaklega mælt
Örvar Már Marteinsson, 15.11.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.