Ætti IMF að lána ríkinu í ISK?

Ég er búinn að sveiflast fram og til baka með hvað mér eigi að finnast um hækkunina á stýrivöxtunum.  Í aðra röndina finnst mér þetta góð aðgerð til að laða að erlent fjármagn.  Í hina röndina er mér ómögulegt að skilja hvar þeir áhættufjárfestar sem eiga að gefa út skuldabréf í krónum eiga að finnast, þar sem þeir halda annað hvort að sér höndum eða eru búnir að tapa áhættufénu.

Til að þessi aðgerð hefði raunveruleg áhrif, sýnist mér að IMF ætti að gefa þau skuldabréf sem þeir eru að lána íslenska ríkinu út í ISK, sú aðgerð myndi örugglega styrkja gengið.  Áhrifin af slíku væri fljót að skila sér, og ætti að koma í veg fyrir verðbólgu af völdum falls krónunnar. Það væri hægt að greiða lánið út í USD, en endurgreiðslan yrðir i ISK. 

Á meðan þeir eru ekki tilbúnir að taka þá áhættu sem því fylgir, er mér spurn hvernig þeir geta ætlast til að aðrir séu tilbúnir að taka hana. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband