25.10.2008 | 14:47
Að stýra lónshæð í Hálslóni með vatnsfötu
Í mörg ár hafa margir vitað að reikniformúlan sem seðlabankinn notar er meingölluð. Hún gerir ráð fyrir að hægt sé að nota vexti til að stýra flæði á peningum. Íslenska hagkerfið er bara svo smátt að þetta er eins og að ætla að nota vatnsfötu til að stýra vatnshæð í Hálslóni. Peningaflæðið fór bara um allt aðrar rásir en þær sem Seðlabankinn hafði stjórn á. Seðlabankinn fann þensluna og verðbólguna sem var undirliggjandi, en ruglið á genginu varð þess valdandi að þennslan skilaði sér ekki út í verðlagið fyrr en í mars sl.
Allir voru ánægðir á meðan þetta leiddi til þess að vöruverð á innflutningi var svo hagstætt . Útflytjendur fluttu framleiðsluna einfaldlega til útlanda. Þannig hefur þetta leitt til þess að staðan í dag er verri en hún hefði verið án þessarar stýringar.
Krónan stærsta vandamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig á Seðlabankinn að stýra með vöxtum á krónuna þegar t.d. lán fyrirtækja eru í miklum meirihluta erlend lán? Það er bara ein leið til að koma á jafnvægi og það er að hafa vexti á krónunni sem næst meðalvöxtum Vesturlanda, segjum plús 1%, og afnema verðtryggingu. Í opnu hagkerfi þarf ekki verðtryggingu. Hversvegna á annar aðilinn að hafa allt sitt á þurru, þ.e. eigandi fjármagnsins.
Verðtryggingin hefur keyrt menn í erlend lán. Myndi verðtrygging standast fyrir Mannréttindadómstólnum?
Tori, 25.10.2008 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.