Efling landsbyggðarinnar er grunnurinn að uppbyggingu í efnahag landsins.

Afleiðingar kreppunnar eru enn ekki farnar að koma í ljós, en samt finnst mér orðið tímabært að menn fari að huga að því hvernig best verði staðið að uppbyggingu.   Hún verður að vera þannig að hún sé varanleg, en ekki bara einhver bóla.

Nú þegar fjármálabólan er sprungin er sennilega öllum ljóst að uppgbyggingin verður að vera á traustari grunni.  Þennslan sem fylgdi henni fór að mestu fram hjá landsbyggðinni, náði ekki mikið meira en 100 km út fyrir Reykjavík, og stór hluti eyðslunnar sem henni fylgdi fór fram í öðrum löndum.  Það er í sjálfu sér ekki skrýtið að peningunum hafi verið eytt í útlöndum, gengið var allt of hátt skráð, þannig að það var næstum sama hvert var farið, það var ódýrara að versla þar en á Íslandi.  Það voru ekki bara þeir "ríku" sem eyddu í útlöndum, það gerði hálf þjóðin, mismikið þó. Við höfum misst frá okkur bæði hátækniiðnað og hugbúnaðarfyrirtæki úr landi af sömu ástæðum.

Á sama tíma skapaðist vandræðaástand á landsbyggðinni, settar voru saman nefndir til að greina vandann og koma með tillögur til að ekki leggðist af byggð utan höfuðborgarsvæðisins.  Þó svo að kreppan komi til með að skella með mestum þunga á því svæði, tel ég að til að ná varanlegri uppbyggingu verði að efla atvinnulífið utan þess. Þar er ég að tala um frumvinnslugreinar ferðaþjónustu iðnað og fleira.  Styðja verður við sprotafyrirtæki og hvetja þau til að vera með starfsemi á landsbyggðinni með bættum samgöngum og minni tæknilegum hindrunum í útflutningi.   

Höfuðborgarsvæðið kemur til með að þjóna landsbyggðinni með sama hætti og áður hún mun bara byggja á traustari grunni en áður.  Það er tilhneiging að leita að þjónustu í stærri kjarna sem geta veitt sérhæfðari þjónustu.  Ég tel að með þessum hætti fáist tækifæri til efla landsbyggðina á sama tíma og komið er traustari fótum undir efnahag landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband