Hver ber ábyrgð á því að keisarinn er nakinn?

Það kalla margir á að hinir og þessir eigi að bera ábyrgð.

Davíð, fjármálaeftirlitið, bankastjórarnir o.s.frv. Stjórnmálamenn eru sérstaklega duglegir við að vilja draga einhvern til ábyrgðar, en hver er ábyrgð þeirra sjálfra? Sáu þeir ekki varnaðarorðin?  Matsfyrirtækin voru búin að gefa aðvaranir um leið og þau gáfu lánshæfireinkunnir.  Ég man ekki betur en þeir hafi bara þótt vera vondir kallar í útlöndum sem ekki þekktu neitt inn á íslenskt efnahagslíf. 

Það er ekki tímabært að darga einhverja einstaklinga til ábyrgðar - síst af öllu á meðan mesti æsingurinn er í gangi.  Rykið verður að fá að setjast svo hægt sé að sjá hvert tjónið er. Þá fyrst er tímabært að draga einhverja til ábyrgðar.  Það verður þá líka að svara spurningunni, hvor á að bera ábyrðina - sá sem setti reglurnar eða sá sem fór eftir þeim?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband