Hörður Arnarson forstjóri Marel hf. sagði á síðasta ári, á iðnþingi minnir mig, að ef áframhald yrði á þeirri gengisstefnu sem verið hefði ríkjandi, þ.e. háu gengi krónunnar, myndi það leiða til þess að fyrirtæki í útflutningi færðu starfsemi sína til annarra landa.
Nú hefur Marel hf. ákveðið að leggja niður litlu starfseininguna á Íslandi og færa þá framleiðslu sem þar er annað. Mjög sennilegt er að það verði í nýju verksmiðjuna sem Marel samsteypan er að byggja í Slóveníu. Spurningin er hins vegar hversu lengi Marel sjái sér fært að halda áfram framleiðlu í Garðabæ.
Forsenda þess að fyrirtæki sem eru í útflutningi geti haldið áfram að framleiða sína vöru á Íslandi er að það vinnuafl sem notað er við framleiðsluna sé ekki mikið dýrara en annars staðar. Þeir aðilar sem stunda rekstur á Íslandi hafa ekki janf miklum skyldum að gegna gagnvart starfsmönnum sínum og þeir virðast hafa gagnvart þeim sem leggja þeim til fé til rekstrarins. Þannig að þegar það er orðið ódýrara að færa starfsemina annað - með fjárfestingarkostnaði - heldur en halda henni áfram á sama stað, þá er hún einfaldlega færð annað.
Málið er nefnilega að til að fá peninga til rekstrarins þarftu að skila betri árangri (meiri arði og hækkun á hlutafé), heldur en aðrir. Annars fara peningarnir þangað.
Það er kanski orðið athugunarefni hvort búið sé að gera rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi þannig að þau séu byrjuð að færa starfsemi sína annað. Er það fórnin sem við erum að færa fyrir stórar virkjanir og álver?
Geir: Hægt að framlengja framfaraskeiðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.