5.9.2011 | 16:06
"Einkaframkvæmd" greidd úr ríkissjóði.
Nú er ríkissjóður að byrja að dæla peningum í ein jarðgöng enn. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/08/17/rikid_tryggir_fjarmognun_ganganna/ Fólki er talið í trú um að ekki sé um að ræða framkvæmdir greiddar með skattpeningum fólksins í landinu.
Fjármögnun ganganna virðist eiga að vera með því að ríkissjóður kaupir skuldabréf af félagi, sem aldrei kemur til með að geta greitt skuldir sínar að fullu. Skuldir ríkissjóðs eru miklar, en samt telja menn sig vera þess umkomnir að "lána" fjármuni í framkvæmdir, sem ekki munu skila arði.
Það að láta ríkissjóð borga brúsann, þar sem aðrir aðilar fást ekki til að lána til verkstins, er ekkert annað en misnotun á hugtakinu einkaframkvæmd. Skellurinn verður þó ekki jafn slæmur eins og þegar Hafnarfjarðarbær, fékk einkaframkvæmdir skólabygginga í bænum í hausinn.
Útboð vegna Vaðlaheiðarganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ÆTLAR þú virkilega að reyna að halda því fram að jargöng í gegnum Vaðlaheiði muni ekki bera arð...
Það er måske sökum þess að þessi göng eru EKKI fyrir sunnan.
En Vaðlaheiðargöng verða hluti af þjóðvegi 1 og styttir leiðina austur á land um (að mig minnir) 15km +- Og munu ökumenn losna við þann ófögnuð að neyðast að aka yfir víkurskarð. Sem lokast árlega um c.a 5-10 skipti á veturnar.
BARA eldsneytiskostnaðurinn við að keyra yfir Víkurskarð er gífurlegur á ársgrundvelli. Ég held að þú ættir að hugsa aðeins þinn gang áður en þú skellir niður svona staflausum fullyrðingum.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 18:22
Ég er ekki að fjalla um arðsemi þessara jarðganga. Ég efast þó stórlega að það gjald sem tekið verður lagt á komi til með að standa undir kostnaði, þar með talið fjármögnunarkostnaði. Ef þessi göng eru hagkvæmur kostur ætti að vera hægt að fá lán á öðrum stöðum en úr ríkissjóði til að byggja þau.
Ég hef fylgst með jarðgangaáætlun í nokkra áratugi. Göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar áttu að koma langt á undan Vaðlaheiðargöngum, þau stytta leiðina milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar um 400 km á veturna, þar er lokað 9 mán á ári, þó er þetta sama lögregluumdæmi. Ný göng um Oddskarð munu lækka þjóðveginn um nokkur hundruð metra. Fólk þarf að fara í yfir 600 m hæð til að komast á sjúkrahúsið á Neskaupstað. Ég hefði frekar viljað sjá skattpeningana fara í önnur hvor þessara ganga.
Björn Bjarnason, 5.9.2011 kl. 23:45
Oh. Ætli það megi nú ekki skera meira niður á suðurlendinu til að fjármagna þessi göng.
Það er nú búið að moka svo hrakalega mikið undir alla fyrir sunnan. Svo sem upplýstar "stórhættulegar" heiðar.
Og svo má nú lengi vel telja...
Þú segir "Ég efast þó stórlega að það gjald sem tekið verður lagt á komi til með að standa undir kostnaði, þar með talið fjármögnunarkostnaði."
Þar sem þú ert viðskiparfræðingur. Ætti nú ekki að vera erfitt fyrir þig að reikna út eldsneytissparnaðinn sem kemur útaf þessum göngum (mundu að Víkurskarðið er bratt). Og einnig mun koma sparnaður af snjómokstri (Þarf ekki að reyna að halda veginum opnum í illviðri). Slys(þó nokkrar krónur þar)Og svona má nú lengi telja.
Það sem á að gera hér á landi er að bora í gegn um allar hæðir sem flæjast fyrir almennilegum samgöngum. Á ekki að láta fjölmörg ár líða á milli gangna. Láta þetta renna ljúflega. Þá þarf ekki að vinna verkin í einhverjum "spreng" eins og venjan er.
Þá skilar það sér í mun betri vinnubrögðum. Og eru í heildina ódýrari.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 01:13
Það er nú búið að moka svo hrakalega mikið undir alla fyrir sunnan. Svo sem upplýstar "stórhættulegar" heiðar.
Og svo má nú lengi vel telja...
Þetta erum við sammála um. Útreikningar um arðsemi vegamannvirkja eru flóknir.
Ég hef ekki verið að gera athugasemdir við arðsemismat á framkvæmdinni á þessum jarðgöngum, hins vegar efast ég um að veggjald geti eitt og sér staðið undir kostnaðinum. Það sem ég er fyrst og fremst að gera athugasemd við er fjármögnunin.
Mér hefði fundist mikið hreinlegra að ríkissjóður fjármagni dæmið með beinum hætti, í stað þess að láta framkvæmdina heita einkaframkvæmd. Þar sem eina fjármagnið til að grafa göngin virðist eiga að koma úr ríkissjóði. Þarna finnst mér að verið sé að "kaupa" þessa framkvæmd í nafni "einkaframkvæmdar" fram yfir aðrar sambærilegar sem jafnvel eru meira aðkallandi.
Björn Bjarnason, 6.9.2011 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.