Það á ennþá eftir að sannfæra stjórn AGS

Embættismennirnir virðast vera tilbúnir að endurskoða áætlunina, en stjórnin ekki.

Parísarklúbburinn hefur lýst því yfir að Ísland sé vandamál vegna afstöðunnar til Icesave. Það er því ekki skrýtið að þau lönd sem skipa þann klúbb skuldi ekki vera með aðra afstöðu til málsins þegar þau sitja fundi AGS

Ef Ísland ætlar sér að fá fyrirgreiðslu hjá AGS er mikil vinna framundan að sannfæra fulltrúana um að við ætlum að standa við skuldbindingar okkar. Eða ganga verður frá samkomulagi við Bretland og Holland um þessar skuldbindingar.

Parísarklúbburinn mun seint samþykkja að við borgum ekki það sem okkur ber að borga. Þannig að ef við ætlum ekki að borga verður að sannfæra þá um að krafan sé ekki á rökum reyst.


mbl.is Sjónarmið Strauss-Kahn koma ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband