20.3.2010 | 21:32
Fáum við að draga verbæturnar - gengistapið frá fyrst?
Fyrirtæki hafa fengið að draga hækkun lánanna að fullu frá tekjum sínum, þannig að það er í verið að veita þeim skattfrjálsar tekjur sem nema 25-50% af niðurfelldum kröfum.
Hins vegar hafa einstaklingar ekki fengið slíkan frádrátt frá tekjum sínum, þannig að niðurfellingin kemur alfarið til hækkunar á tekjuskattstofni þeirra.
Þetta er útspil jafnaðarmanna.
Afskriftir verða skattlagðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það virðist vera ekki áætlun ríkisstjórnarinnar,að einstaklingar njóti ekki þeirra regla,sem lögaðilar .Hér hlýtur vera brot á jafnræðisreglu stjórnarskárinnar.
Tökum fleiri dæmi:Ef eldri borgari á einhverjar krónur í banka og fær einhverjar fjármagnstekjur, eru brúttó fjármagnstekjur notaðar við að skerða lífeyrir,þó að hann jafnvel greiði vexti á lánum,sem hann skuldar.En ef lögaðili,er um að ræða þá er þetta jafnað upp(fjármagnstekjur-fjármagnsgjöld)=mismunur + eða-.
Ingvi Rúnar Einarsson, 20.3.2010 kl. 22:17
Lögaðilar greiða ekki fjármagnstekjuskatt - skattlagning þeirra á fjármagnstekjum er mismunur fjármangstekna og -gjalda. Þau greiða tekjuskatt af hagnaðinum eða fá tapið dregið frá tekjum og geta notað það til að draga frá hagnaði komandi ára.
Einstaklingur greiðir flatan fjármagnstekjuskatt af fjármagnstekjum en fær ekkert til frádráttar.
Samkvæmt núgildandi skattalögum telst afskrift skula til skattskyldra tekna. Ríkisstjórnin er að koma til móts við þá sem fá slika afskrift, en ég fæ ekki betur séð en að sú skattlagning geti leitt til gjaldþrota hjá einstaklingum. Ef einstaklingum væri heimilt að gjaldfæra áfallnar verðbætur eða gengistap á móti afskriftinni gæti það myndað skattstofn sem telja má til hreinna tekna vegna slíkrar afskriftar.
Björn Bjarnason, 20.3.2010 kl. 23:10
Það er sem verið er að gera varðandi skuldir einstaklinga (heimilanna) er að það er verið að breyta langtímaskuldum í skammtímaskattaskuldir. Ég fæ ekki séð hvernig það á að bjarga heimilunum.
Þegar maður las fréttatilkynninguna fyrst þá hélst maður að til stæði að gera þannig breytingar sem væru eins og þar segir:
"Hóflegar skuldbreytingar skattfrjálsar"
Síðan komu fréttir af útfærslum á þessu og þá er dæmið skelfilegt.
Síðan er það túlkunaratriði hvað telst afskrift skuldar. Að mínu mati eiga þær aðferðir sem kallað hefur verið eftir af bæði nokkrum stjórnmálamönnum sem og samtökum skuldara og hagsmunasamtökum heimilanna að "leiðrétta" verðbætur og gengismun á lánum "ekki" að "afskrifa" skuld.
Í tilfellum einstaklings er einfaldlega verið að setja hann beinustu leið gjaldþrot ef skattleggja á slíka lækkun. Afskrift upphaflegs höfuðstóls að hluta til eða öllu leyti, er allt annað mál en leiðrétting verðbóta og gengis.
Í tilfelli fyrirtækja þá er það svo að lækkun verðbóta og gengismunar kæmi ofur einfaldlega á móti þegar gjaldfærðum áföllnum verðbótum og vöxtum, þannig að það sem áður lækkaði skattstofn, eykur hann á ný (eða dregur úr uppsöfnuðu skattalegu tapi). Það að tekjufæra megi niðurfellingu á höfuðstól þannig að það dreifst á 3 ár við skattauppgjör í fyrirtæki er hins vegar gott mál varðandi lögaðilana. Ég sé hins vegar ekki sérstaka ástæður til að dreifa ávinningi af því að lækka verðbætur, áfallna vexti og áfallinn gengismun á fleiri en eitt rekstrarár.
Það er algjör grundvallarmunur á skattlagningu þessara mála hvort við tölum um einstaklinga eða lögaðila. Það þarf því að setja algjörar sérreglur um þetta varðandi einstaklingana inn í skattalögin.
Jón Óskarsson, 21.3.2010 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.