27.1.2010 | 00:54
Eðlilegt að sama atvinnusvæði sé eitt sveitarfélag
Ég hef furðað mig á því í mörg ár að ekki sé löngu búið að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag.
Þetta hefur leitt til þess að við sitjum uppi með milljarða fjárfestingar í byggingarlandi sem tilbúið er, en verður ekki byggt á næstu árin
Barnafólk er næstum bundið við að búa í því sveitarfélagi þar sem það var, þegar börnin komust í leikskóla.
Íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur hafa ekkert um það að segja að borgarstjórnin vilji alla atvinnuuppbyggingu vestan Kringlumýrarbrautar. En þurfa samt að sækja vinnu þangað.
Skipulagsmál eru í rúst, nærtækt dæmi að það þarf að keyra fleiri kílómetra til að komast akandi úr Seljahverfi í Salahverfi, þar sem þau eru í sitthvoru sveitarfélaginu þó ekki sé nema um nokkur hundruð metra leið að fara.
Það er af mörgu öðru að taka - en læt þetta nægja í bili
Vilja sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, þetta er ótækt. Hins vegar munu þessi sveitarfélög ekki sameinast með góðu. Hvað er hægt að gera?
Birnuson, 27.1.2010 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.