25.1.2009 | 23:32
Tími stjórnleysis og tími án ákvarðana þarf að vera stuttur -
Það er orðið ljóst að það verður kosið í síðasta lagi í maí n.k. Stjórnmálaflokkarnir eru að gera klár til að útbúa loforðalista þar sem okkur verða boðnar þær kræsingar sem þykja girnilegastar núna.
Listinn mun samanstanda af frösum í líkingu við "Gerum allt sem í okkar valdi er til að koma til móts við vanda heimilanna" og "Skapa þarf nokkur þúsund ný störf, til að vinna bug á atvinnuleysi".
Ef að líkum lætur munu frambjóðendur gefa allskonar loforð sem hljóma vel, þó svo þeir hafi engan skilning á því hverju þeir eru að lofa og því síður gera þeri sér nokkra grein fyrir hvaða áhrif þær aðgerðir sem þeir lofa munu skila. Þeir vita eins og er að ef það hljómar vel munu kjósendur falla fyrir því, þeir skilja oftast ekki heldur um hvað málin snúast.
Þegar búið er að kjósa kemur svo að embættismönnunum að reyna að koma þessum loforðum í það form það það virki trúverðugt fyrir lýðnum þá verða til alls konar undarlegar samsetningar eins og tekjutenging á bótum til að hægt sé að lækka skattaprósentuna. Þeir sem græða á slíkum aðgerðum eru hátekjumenn og kannski líka þeir allra tekjulægstu, en þeir sem eru þarna á milli sitja uppi með að borga mun hærri jaðarskatt en aðrir. Þannig er maður sem á þrjú börn og fær barnabætur að borga 7% hærri jaðarskatt en sá sem hefur svo háar tekjur að hann er hættur að fá bæturnar. Væri ekki sniðugra að hækka skatthlutfallið og hætta tekjutengingunni.
Það er rétt hjá nafna mínum að fram að kosningum verður ekki tekið á erfiðum málum með því að taka óvinsælar ákvarðanir, þar sem slíkt veldur tapi á fylgi. Þess vegna verður ekki leyst úr nema brýnustu úrlausnarefnum og í raun ekki hægt að taka neina stefnu, þar sem ljóst er að ekki verður unnt að komast á neinn áfangastað fyrir kosningar.
Það er hins vegar spurning hvort það sé ekki fórn sem þarf að færa til að ljóst sé að þeir sem fara með stjórnvöldin hafi til þess umboð fólksins. Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða. Því fyrr sem kosið er, því fyrr verður hægt að taka á þeim málum sem þarf og taka nýja stefnu og vonandi hreinsa skítinn úr hornunum, í stað þess að sópa honum undir teppið´.
Upphaf á kosningabaráttunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 22:42
Veit hann ekki betur?
Því hefur verið haldið fram að ríkisstjórnin hafi ekkert gert til þess að bregðast við þeim miklu erfiðleikum sem íslenskt efnahagslíf gengur nú í gegnum. Þetta eru að sjálfsögðu mikil öfugmæli eins og ég vona að eftirfarandi yfirlit sýni um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir á undanförnum vikum og mánuðum til að koma til móts við einstaklinga og fjölskyldufólk:
- Greiðslubyrði einstaklinga með verðtryggð lán hefur verið létt með því að beita greiðslujafnaðarvísitölu, þ.e. launavísitölu sem tekur mið af atvinnustigi. Stendur núna í 97,7, ég veit ekki hvernig hún er reiknuð, en þýðir annað hvort að nú greiðist 97,7% m.v. greiðslu í nóvember, eða 97,7% af uppreiknaðri greiðslu m.v. vísitölu núverandi mánaðar, hvorugt er mikil lækkun.
- Fjölgað verður úrræðum Íbúðalánasjóðs til að koma til móts við almenning í greiðsluvanda, svo sem með lengingu og skuldbreytingu lána, auknum sveigjanleika og rýmri heimildum gagnvart innheimtu. Hjálpar ekki þeim sem skulda bönkunum, þeir veittu bæði hærri lán og hærra lánshlutfall og þeir lántakendur eru frekar i vandræðum.
- Íbúðalánasjóði hafa verið veittar lagaheimildir til að leigja húsnæði í eigu sjóðsins til að fjölga úrræðum fyrir einstaklinga í greiðsluvanda. Heimilt verði að leita eftir samstarfi við sveitarfélög eða aðra rekstraraðila með samningi.
- Gerðar hafa verið nauðsynlegar breytingar til bráðabirgða á lögum eða reglugerðum svo fella megi niður ýmis gjöld vegna skilmálabreytinga sem torveldað hafa skuldbreytingar og uppgreiðslu lána, svo sem stimpilgjöld og þinglýsingargjöld.
- Felld hefur verið úr gildi heimild til að skuldajafna barnabótum á móti opinberum gjöldum. Fæstir launamenn skulda slík gjöld, það gera atvinnurekendur aftur á móti.
- Felld hefur verið úr gildi heimild til að skuldajafna vaxtabótum á móti afborgunum lána hjá Íbúðalánasjóði. Sjá athugasemd við lið 5
- Barnabætur eru nú greiddar út mánaðarlega gagnvart þeim sem það kjósa en ekki á þriggja mánaða fresti. Ekki enn komið til framkvæmda, m.v. vef Ríkisskattstjóra
- Opinberum innheimtuaðilum hafa verið veittar tímabundið frekari heimildir til sveigjanleika í samningum um gjaldfallnar kröfur sem taka mið af mismunandi aðstæðum einstaklinga. Sjá athugasemd við lið 5 og 10.
- Lögfestar hafa verið tímabundnar heimildir til innheimtumanna ríkissjóðs um mögulega niðurfellingu dráttarvaxta, kostnaðar og gjalda í sérstökum, skýrt afmörkuðum tilfellum. Sjá athugasemd við lið 5 og 10.
- Öll ráðuneyti og stofnanir ríkisins hafa fengið fyrirmæli um að milda sem kostur er innheimtuaðgerðir gagnvart einstaklingum, þar með talið að takmarkað verði sem kostur er það hlutfall launa sem ríkið getur nýtt til skuldajöfnunar. Framganga Sýslumannsins í Árnessýslu við að færa menn í fjárnám ekki í samræmi við þetta
- Lög um dráttarvexti hafa verið endurskoðuð með það að markmiði að dráttarvextir lækki. Þeir lækkuðu um 1,5%
- Heimild til að setja reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar hefur verið nýtt. Lög samþykkt í dag
- Alþingi samþykkti í desember að heimila greiðslu hlutabóta vegna atvinnuleysis til þess að hvetja atvinnurekendur til þess að lækka frekar starfshlutfall en að grípa til uppsagna. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta nú einnig tekið að sér tilfallandi verkefni án þess að missa bótaréttinn. Verður sennilega fellt niður í maí, vegna misnotkunar
- Fyrirtækjum og stofnunum hefur einnig verið gert kleift að ráða til sín tímabundið fólk í atvinnuleit. Bætur fylgja þá starfsfólkinu. Einnig hafa réttindi atvinnulausra verið aukin til þess að auðvelda þeim að fara út á vinnumarkaðinn á nýjan leik, t.d. með búferlaflutningsstyrkjum. Veit ekki hvort þessi heimild hefur í raun verið gefin út.
- Gripið hefur verið til aðgerða til að styðja við sprotafyrirtæki og verður gert enn frekar. Á síðasta ári tók Nýsköpunarsjóður þátt í stofnun nýs, öflugs fjárfestingarsjóðs, Frumtaks, sem mun styrkja þessa mikilvægu vaxtarsprota næstu árin. Einnig er mikilvægt að bygging álvers í Helguvík miði vel og hafa stjórnvöld unnið hart að því að tryggja að það gangi eftir, m.a. með fjárfestingasamningi í síðasta mánuði.
- Einnig hefur verið gripið til ýmissa aðgerða á sviði menntamála. Þannig geta atvinnulausir einstaklingar fengið greiddar atvinnuleysisbætur, samkvæmt áunnum réttindum sínum samhliða því að stunda ákveðið nám eða sækja námskeið. Auk þess tókst að tryggja nær öllum sem þess óskuðu inngöngu í framhaldsskóla á vorönn 2009 og leitaðist menntamálaráðuneytið við að skapa sveigjanleika í fjárveitingum til skóla til að svo gæti orðið.
Margvíslegar aðgerðir stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2009 | 23:18
Danir liggja
Þetta er meira en sú fjárhæð sem við erum að fá lánað vegna bankahrunsins hér. Í nóvember tók ég saman nokkrar stærðir til viðmiðunar við ýmsar aðrar þjóðhagsstærðir. Þar kom fram að lántökur yrðu væntanlega 1.400 milljarðar kr. Þetta lán er ekki veitt á neinum óskakjörum, Vísir greinir frá því að það verði 10% vextir á þessum lánum. Mér er bara spurn, eru þetta þessi góðu vaxtakjör sem við má búast þegar gengið verður i ESB? Þetta þýðir að útlán dönsku bankanna verða vart lægri en 14% vextir.
Ef ég man rétt - er þetta svipuð fjárhæð og RUV var að telja upp sem heildarskuldir íslenska ríkisins þegar búið verður að taka öll þau lán sem taka þarf og áður en eignir bankanna verða innleystar.
Ég óska dönum alls hins besta við lausn sinna vandamála og vona að þeir þurfi ekki að taka lán til að standa straum að þessum kostnaði.
Danskir bankar fá aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2008 | 14:04
Hvati til vanskila?
Dráttarvextir lækka um 4% um áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2008 | 12:42
Hátekjuskattur bara á millitekju og láglaunafólk
Hátekjuskattur bara táknrænn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2008 | 10:33
Allir vildu stærstan bita af kökunni
Þennslan var mest á höfuðborgarsvæðinu og fóru sveitarfélögin ekki varhluta af því. Öll kepptust þau við að ná sem stærstum hluta af þeirri uppbyggingu sem var í gangi. Fleiri íbúar og fleiri fyrirtæki þýða meiri tekjur, þar sem aðaltekjur sveitarfélaga eru af útsvari og fasteignagjöldum.
Sveitarfélögin keyptu byggingarland í stórum stíl og skipulögðu undir byggð. Seldu það aftur á háu verði. Þessi mikla uppbygging kostaði sitt. Samt var á tímabili ekki nóg framboð á byggingarlandi. Þessi kaup og uppbygging þjónustu og samgangna í nýjum hverfum kosta sitt. Það var tekið að láni.
Þar sem sveitarfélögin eru í samkeppni var þetta unnið meira af kappi en forsjá.
Hagstjórn illa samhæfð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2008 | 11:51
Geta vextir til langs tíma verið hærri en hagvöxtur?
Að þessari spurningu spurði ég einn af þingmönnum okkar, þegar hann var nýútskrifaður úr hagfræði?
Hann bað um tíma til að hugsa málið. Þegar ég hitti hann næst, sagði hann að það gengi ekki upp til lengdar. Mér datt þessi spurning í hug aftur nú þegar vaxtagjöld eru að sliga þjóðfélagið. Allar lausnir sem stjórnarflokkarnir koma fram með, eiga að stuðla að því að viðhalda háu vaxtastigi. Ég er ekki að tala um 18% stýrivexti, ég er að tala um 8-10% vexti sem lagðir eru ofan á verðbætur og 25-30% vexti á óverðtryggð lán. Verðtryggingin er séríslenskt fyrirbrigði sem hagfræðingar IMF hafa ekki nema litla hugmynd um hvaða áhrif hefur og fyrirfinnst ekki í reiknilíkönum þeirra. Þess vegna eru þeirra útreikningar ónothæfir.
Það er fyrirsjáanlegt að hagvöxtur verður neikvæður á næstu árum og svona hátt vaxtastig hlýtur óhjákvæmilega að leiða til þess að gera rekstur fyrirtækja og heimila mikið erfiðari en hann þyrfti að verða og óþarflega mikilla gjaldþrota.
Þegar ávöxtunarkrafa fjármagns er orðin svona há, dregur það verulega úr allri uppbyggingu og virðisauka sem á sér stað í þjóðfélaginu. Það eru þeir þættir sem þarf til að minnka atvinnuleysi. Auknum virðisauka og aukinni veltu fylgja hærri tekjur fyrir ríkissjóð.
Að lækka vexti myndi draga verulega úr þeirri kreppu sem er að skella á okkur núna. Fjárfestar myndu tapa minna á því að fá lægri vaxtatekjur, en myndu tapast ef á skellur hrina gjaldþrota. Lífeyrissjóðirnir eru stærsti einstaki fjármagnseigandinn. Fólkið í landinu vill örugglega frekar að sjóðirnir séu tryggir og fái minni tekjur til skamms tíma, en að hafa háa ávöxtun í ótryggum sjóðum.
Hið fullkomna fárviðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2008 | 12:52
Er verið að lýsa gengistryggðum lánum og innheimtugjöldum?
Þetta er það sama og íslendingar sem tekið hafa gengistryggð lán hafa þurft að þola. Það er lánin hafa tvöfaldast á örskömmum tíma í íslenskum krónum og vexirnir því orðnir óbærilegir.
Munurinn liggur þó í því að lánveitendurnir geta notað dómstólaleið til að innheimta lánin. Innheimtukostnaður sem lántaki er látinn borga er sömuleiðis óbærilegur - má segja að hann beri keim af okurlánastarfsemi.
Okurlánurum sagt stríð á hendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 13:07
Bjargar það einhverju að skipta um mælieiningu?
Ég hef ekki skilið þessa umræðu um að skipta um gjaldmiðil. Og enn síður að það eigi að leysa öll fjármálaleg vandamál íslendinga. Þetta er flóknara en svo. Það eru svo margir óljósir þættir sem þarna eru.
Verðtrygging lána er bundin við neysluvísitölu, það skiptir engu máli hver gjaldmiðillinn er. Til að afnema verðtrygginguna þarf að gera talsvert meira en bara að skipta um gjaldmiðil. Það þarf að breyta öllum lánasamningum sem eru verðtryggðir. Það er hægt að vera með verðtryggð lán, þó svo þau hljóði upp á Evrur. Verðtryggingin er bara ákvæði í lánasamningi um að vextir skuli annars vegar vera föst % af höfuðstól að viðbættum verðbótum og hins vegar verðbætur sem leggjast við höfuðstól.
Eini ávinningurinn sem ég sé við að skipta um gjaldmiðil er að það verður ekki lengur þörf fyrir seðlabanka, þess vegna munu stýrivextir verða svipaðir og annars staðar.
Til að þetta sé hægt þarf meiriháttar uppstokkun á fjármálakerfinu. Kannski er nú tækifæri, þegar fjármálakerfið er nær hrunið og þarf að byggja það upp aftur. Það þarf að endurmeta hvort verðtrygging skuli áfram vera á lánum. Þegar þeirri vinnu er lokið er hægt að spá í hvort við eigum að vera með eigin gjaldmiðil eða taka upp annann.
Boðið að kasta krónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 19:37
Ný smjörklípa -
Það er athyglisvert að forystumenn stjórnarflokkanna skuli koma síðla dags á hverjum föstudegi til að gefa þjóðinni smá smjörklípu. Boðað er til blaðamannafundar og tilkynnt að nú séu þeir búnir að koma sér saman um eitthvað smávegis sem gæti róað lýðinn.
Ekki er enn farið að bera á að þeir séu búnir að koma sér saman um aðgerðapakka.
Óska eftir launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)