Erfitt að þjóna tveimur herrum

Gunnar Páll komst vegna stöðu sinnar sem formaður VR og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna í þá vandræðalegu stöðu að sitja í stjórn Kaupþings. 

Sú skipan á stjórn lífeyrissjóða að þeir skuli skipaðir af atvinnurekendum annars vegar og stéttarfélögum hins vegar gerir það að verkum að fulltrúar stéttarfélaganna eru þar með orðnir að fulltrúum fjármagnseigenda.  Fjármagnseigendur eiga sér eitt markmið, það er að ávaxta féð sem mest á sem öruggastan hátt.  Þeir hagsmunir vilja oft stangast á við hagsmuni annarra, þar á meðal launamanna.

Lífeyrissjóðir eru sá sparnaður sem launþegar eru að leggja til hliðar til að nota þegar þeir leggjast í helgan stein og hætta að vinna.  Hagsmunir lífeyrisþega er að iðgjöld í lífeyrissjóð sé ávaxtað með sem bestum hætti.  Lífeyrissjóðirnir fara eftir ákveðnum reglum með hvernig eigninni er skipt milli skuldabréfa, ríkisskuldabréfa og hlutabréfa.  Hlutabréf gefa til lengri tíma mesta ávöxtun, en bera jafnframt mesta áhættu.  Hlutabréfaeign lífeyrissjóða er það mikil að þeir eiga oft á tíðum ráðandi hlut í þeim hlutafélögum sem eru á markaði, slíkri eign fylgir jafnframt sú ábyrgð að sitja í stjórn viðkomandi félags.

Þetta gerir það að verkum að fulltrúar stéttarfélags sem situr fyrir hönd félagsins í stjórn lífeyrissjóðs þarf að einnig gæta annarra hagsmuna en eingöngu launþeganna.  Framtíðarhagsmunir þeirra í formi lífeyrisgreiðslna eru þar í húfi.  Þegar upp koma mál, þar sem hagsmunir fjármagnseigandans (lífeyrissjóðsins) um að fjárfestingin beri ávöxt, stangast á við hagsmuni launþegans verða þeir að meta hvorir hagsmunirnir vegi þyngra. 

Gunnar Páll lenti í þessari erfiðu stöðu þegar hann sat í stjórn Kaupþings.  Það voru miklar fjárhæðir sem lífeyrissjóðurinn hafði fjárfest í félaginu og sú samþykkt sem stjórnin gerði á þessum tíma virtist til þess fallin að verja verðmæti fjárfestingarinnar, þó svo atburðir nokkrum vikum síðar hafi leitt til þess að þær urðu verðlausar.

Mér finnst Gunnar Páll vera meiri maður fyrir að viðurkenna opinberlega að hann hafi komið að þeirri umdeildu ákvörðun sem þarna var tekin og skýra hvaða forsendur lágu að baki ákvörðuninni.  Þetta sýnir að hann er sterkur maður í forystu VR.


mbl.is VR flýtir stjórnarkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ritar " Gunnar Páll lenti í þessari erfiðu stöðu þegar hann sat í stjórn Kaupþings."

Bíddu hægur, Hver bað hann um að sitja í stjórn Kaupþings ??? Ekki ég,og ekki einn einasti VR félagi sem ég þekki eða kannast við 

Og þar fyrir utan, þá kæri ég mig ekki um spillingu,  það er til nóg af hæfu fólki !

Alla (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Björn Bjarnason

Félagar í VR kusu hann sem formann.

Hans erfiða staða var að vera beðinn um að sitja í stjórn Kaupþings.  Stéttarfélög skipa menn í stjórnir lifeyrissjóða.   Stjórnarmenn lífeyirssjóða eiga að gæta þess að vel sé farið með fé lífeyrissjóðanna.  Því eru það hagsmunir lífeyrissjóðanna sem valda því að þeir skipa menn í stjórnir í þeim fyrirtækjum sem þeir hafa fjárfest.

Ég ætla að vona að þið eigið einhvern tíma eftir að fá greitt úr lífeyrissjóði, þá verða það ykkar hagsmunir að þeir hafi verið ávaxtaðir á sem bestan hátt.  Honum sem formanni VR ber skylda til að gæta ykkar hagsmuna í lífeyrissjóðnum.  Spurningin er: Hversu langt á hann að ganga til að gæta þeirra hagsmuna?

Það má vel vera að hann hafi gengið of langt í þessu tilfelli.

Það ætti frekar að gagnrýna það hvernig stjórnir lífeyrissjóðanna eru skipaðar og koma þar í veg fyrir að forystumenn stéttarfélaganna þurfi að standa frammi fyrir því að þurfa að gera upp við sig hvort sé mikilvægara, skammtíma- eða langtíma hagsmunir launamanna.

Björn Bjarnason, 14.11.2008 kl. 00:32

3 identicon

Vil fá að taka undir með þér Björn, gaman að sjá einhvern blogga á málefnalegum nótum laust við persónulegt skítkast.

Sigga (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband