Borguðu tugi milljóna - og fengu hluta af því til baka sem laun - töpuðu rest

Í fréttum í dag er búið að fjalla um afskrift skuldabréfa til stjórnenda Kaupþings sem þeir tóku til að fjármagna hlutabréfakaup í bankanum.  

Stjórnendur Kaupþings gerðu starfskjarasamninga sína, sem virðast hafa falist í því að fá hlunnindi í því formi að þeir gátu keypt hlutabréf í félaginu gegn skuldabréfi, sem greiða átti til baka með arðgreiðslum af hlutafénu.  Ef skuldabréfin hafa hljóðað upp á slíka endurgreiðslu, er ljóst að þegar félagið hætti að greiða arð, væri skuldin töpuð - eða hvað?

  1. Það sem er athugavert við þetta er að það eru að eiga sér stað leyndar launagreiðslur þar sem stjórnendurnir  eru að greiða einungis 10% í skatt, í stað 35%
  2. Stjórnendum eru veitt lán á mun betri kjörum við endurgreiðslu en nokkrum öðrum eru boðin.
  3. Lánin eru veitt með lélegra veði en öðrum eru boðin.

Þarna er greinilega verið að greiða mönnum laun, þar sem hlunnfara átti ríkissjóð um hluta af skatttekjunum, sveitarfélög fengju ekkert útsvar, ekkert væri greitt til stéttarfélaga.  Eiga þessir menn þá ekki skilið að sitja uppi með skuldina þegar þeir eru greinilega að hlunnfara samfélagið. 

Á móti má segja að þetta hafi verið hluti af launakjörum þessarra manna, þannig að það má spyrja sig að því hvort þeir eigi að borga með sér, fyrir að hafa unnið hjá þessum vinnuveitanda, sem plataði þá til að taka skuldabréf til að auka hlutafé. 

Ef einhverjum hefði átt að vera ljóst að um áhættufjárfestingu væri að ræða hefðu það verið þessir menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband