Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja.

Fyrir rúmlega 30 árum voru nokkrir ungir menn sem tóku sig saman og stofnuðu lítið fyritæki.  Þó svo þetta fyrirtæki sé sennilega ekki lengur til og þeir búnir að snúa sér að öðrum störfum, hefur þetta fyrirtæki skilið eftir sig stórt spor á Íslandi.

Þessir menn vildu nota iðnmenntun sína, en þeir voru menntaðir skipasmiðir, með þeim síðustu sem lærðu að smíða tréskip.  Þeir gerðu sér grein fyrir að þær aðferðir sem þeir höfðu lært voru ekki eins hagkvæmar og komin ný efni til bátasmíði.  Þeir fóru að smíða smábáta úr trefjaplasti. 

Á þessum tíma þótti þetta mikil bjartsýni, enda hafði útgerð smábáta nær lagst af í landinu.  Allar alvöru útgerðir voru í togaraútgerð, og stærri báta sem hægt var að gera út allan ársins hring, og voru ekki eins háðir veðri og vindum.  Það voru því nær eingöngu gamlir sjómenn og grásleppukallar sem gerðu út smábáta á þessum tíma.

Þar sem þetta voru ódýrir bátar sem gátu borgað sig fljótt óx smábátaútgerðin fljótt.  Með tilkomu kvótakerfisins varð þetta eina leiðin til að komast inn í útgerð. Bátarnir breyttust stækkuðu lítillega og urður hraðskreyðari.  Nú er svo komið að útgerð smábáta er stór og hagkvæm atvinnugrein sem enn er að þróast.  Nýjasta afbrigði hennar er nátengdur ferðaþjónustu þ.e. sjóstangveiði.  En það útgerðarform krefst talsvert meiri uppbyggingar í landi. 

Þegar við skoðum sögu síðustu þrjátíu ára má sjá að þetta litla fyrirtæki hefur sennilega lagt meira til að viðhalda byggð í smærri byggðum en þau álver sem byggð hafa verið.

Það getur því verið betra að hlúa að frumkvöðlum í litlum fyrirtækjum - en eyða stórfé í stórfyrirtæki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband